Forréttindi að eiga afmæli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2019 09:00 „Við Snörurnar eigum eftir að gera eina plötu. Hún mun koma. Allt hefur sinn tíma,“ segir Eva Ásrún. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það eru forréttindin að fá að eiga afmæli. Maður á að fagna hverju einasta,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og söngkona með meiru, sem er sextug í dag. Hún kveðst ekki með neitt planað í tilefni þess nema að fara með fjölskyldunni til útlanda í haust eða einhvern tíma, hana langi mest af öllu að eiga góðan tíma með henni. Það er talsverður hópur, því hún á fimm syni, tvær tengdadætur og sex barnabörn. „Þetta er ríkidæmi,“ segir hún glaðleg. Innt eftir viðfangsefnum hennar nú um stundir kveðst hún starfa sjálfstætt. „Ég er aðeins að vinna sem ljósmóðir, sinni heimaþjónustu eftir fæðingu. Svo er ég með námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf gegnum eigið fyrirtæki. Eftir að hafa meðal annars unnið á spítalanum, í útvarpi og sjónvarpi, sem söngkona, kosningastjóri og síðar rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn tók ég dálitla beygju. Það gerðist í kjölfar alvarlegra veikinda sonar míns sem stóðu í þrjú ár. Heilbrigðiskerfið brást honum gersamlega en hann fékk lækningu í Ameríku, fór þar í tvær stofnfrumumeðferðir. Sá sem læknaði hann heitir Darren Clair, og er sérfræðingur í lífsstílslækningum. Hann verður með fyrirlestur á Hótel Natura 8. júní og ég er að undirbúa komu hans þessa dagana.“ Spurð hvaða fræðum hún sjálf miðli á námskeiðum og fyrirlestrum svarar Eva Ásrún: „Þau nefnast umbreytingarþjálfun, ég lauk námi í þeim hjá miklum meistara sem heitir Jack Canfield. Núna er ég í námi hjá Deborah Sandella, sálfræðingi, prófessor og höfundi Rim samtalstækni sem losar mann við ákveðnar minningar og myndir svo maður geti notið lífsins.“ Eva Ásrún hefur fjórum sinnum keppt í Eurovision fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngkona. Hún kveðst hætt að hafa söng að atvinnu en vera samt ekkert hætt að syngja. „Ég var nú á Raufarhöfn um helgina að syngja í sextugsafmæli hjá vini mínum sem var rótari í gömlu skólahljómsveitinni Hver? Við dustuðum rykið af bandinu og skelltum okkur norður. Það var rosa gaman. Svo eigum við Snörurnar eftir að gera eina plötu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Það eru forréttindin að fá að eiga afmæli. Maður á að fagna hverju einasta,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og söngkona með meiru, sem er sextug í dag. Hún kveðst ekki með neitt planað í tilefni þess nema að fara með fjölskyldunni til útlanda í haust eða einhvern tíma, hana langi mest af öllu að eiga góðan tíma með henni. Það er talsverður hópur, því hún á fimm syni, tvær tengdadætur og sex barnabörn. „Þetta er ríkidæmi,“ segir hún glaðleg. Innt eftir viðfangsefnum hennar nú um stundir kveðst hún starfa sjálfstætt. „Ég er aðeins að vinna sem ljósmóðir, sinni heimaþjónustu eftir fæðingu. Svo er ég með námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf gegnum eigið fyrirtæki. Eftir að hafa meðal annars unnið á spítalanum, í útvarpi og sjónvarpi, sem söngkona, kosningastjóri og síðar rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn tók ég dálitla beygju. Það gerðist í kjölfar alvarlegra veikinda sonar míns sem stóðu í þrjú ár. Heilbrigðiskerfið brást honum gersamlega en hann fékk lækningu í Ameríku, fór þar í tvær stofnfrumumeðferðir. Sá sem læknaði hann heitir Darren Clair, og er sérfræðingur í lífsstílslækningum. Hann verður með fyrirlestur á Hótel Natura 8. júní og ég er að undirbúa komu hans þessa dagana.“ Spurð hvaða fræðum hún sjálf miðli á námskeiðum og fyrirlestrum svarar Eva Ásrún: „Þau nefnast umbreytingarþjálfun, ég lauk námi í þeim hjá miklum meistara sem heitir Jack Canfield. Núna er ég í námi hjá Deborah Sandella, sálfræðingi, prófessor og höfundi Rim samtalstækni sem losar mann við ákveðnar minningar og myndir svo maður geti notið lífsins.“ Eva Ásrún hefur fjórum sinnum keppt í Eurovision fyrir Íslands hönd sem bakraddasöngkona. Hún kveðst hætt að hafa söng að atvinnu en vera samt ekkert hætt að syngja. „Ég var nú á Raufarhöfn um helgina að syngja í sextugsafmæli hjá vini mínum sem var rótari í gömlu skólahljómsveitinni Hver? Við dustuðum rykið af bandinu og skelltum okkur norður. Það var rosa gaman. Svo eigum við Snörurnar eftir að gera eina plötu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira