Lífið

Jessie J og Channing Tatum horfðu á lokaþátt Game of Thrones hér á landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tatum og Jessie J á laugaveginum í gær. Til vinstri má sjá skjáskot af Instagram-reikningi Jessi J en hún birtir myndband í hennar sögu á samfélagsmiðlinum.
Tatum og Jessie J á laugaveginum í gær. Til vinstri má sjá skjáskot af Instagram-reikningi Jessi J en hún birtir myndband í hennar sögu á samfélagsmiðlinum. Mynd/kristján

Parið Jessie J og Channing Tatum er statt á Íslandi og horfðu saman á lokaþátt Game of Thrones hér á landi. Jessie J sýnir frá því á Instagram síðu sinni.

Svo virðist parið hafi komið hingað til lands í fyrradag en þau sáust saman á búðarrápi í miðbæ Reykjavíkur í gær.

Fór parið meðal annars inn í verslanir 66, Cintamani og Stellu í Bankastræti áður en það hélt göngu sinni áfram í átt að Austurstræti.

Jessie J er bresk tónlistarkona sem hefur haldið tónleika hér á landi. Channing Tatum er bandarískur leikari sem hefur hlotið heimsfrægð fyrir leik í vinsælum kvikmyndum á borð við 21 Jump Street, Magic Mike og White House Down.

Þau byrjuðu saman á síðasta ári nokkrum mánuðum eftir að Tatum hafði skilið við eiginkonu sína Jennu Dewan til níu ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.