Lífið

Jessie J og Channing Tatum horfðu á lokaþátt Game of Thrones hér á landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tatum og Jessie J á laugaveginum í gær. Til vinstri má sjá skjáskot af Instagram-reikningi Jessi J en hún birtir myndband í hennar sögu á samfélagsmiðlinum.
Tatum og Jessie J á laugaveginum í gær. Til vinstri má sjá skjáskot af Instagram-reikningi Jessi J en hún birtir myndband í hennar sögu á samfélagsmiðlinum. Mynd/kristján
Parið Jessie J og Channing Tatum er statt á Íslandi og horfðu saman á lokaþátt Game of Thrones hér á landi. Jessie J sýnir frá því á Instagram síðu sinni.

Svo virðist parið hafi komið hingað til lands í fyrradag en þau sáust saman á búðarrápi í miðbæ Reykjavíkur í gær.

Fór parið meðal annars inn í verslanir 66, Cintamani og Stellu í Bankastræti áður en það hélt göngu sinni áfram í átt að Austurstræti.

Jessie J er bresk tónlistarkona sem hefur haldið tónleika hér á landi. Channing Tatum er bandarískur leikari sem hefur hlotið heimsfrægð fyrir leik í vinsælum kvikmyndum á borð við 21 Jump Street, Magic Mike og White House Down.

Þau byrjuðu saman á síðasta ári nokkrum mánuðum eftir að Tatum hafði skilið við eiginkonu sína Jennu Dewan til níu ára.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.