Innlent

Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagur með hjól á leigu í Osló.
Dagur með hjól á leigu í Osló. Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag.

Gott aðgengi að hjólaleigum og rafmagnshlaupahjólum, vakti athygli borgarstjórans auk þess sem miðborgin sé nú nær alfarið án bílaumferðar.

Dagur ásamt Líf Magneudóttur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúum VG og Viðreisnar á rafmagnshlaupahjólum.Dagur B. Eggertsson
„Ótrúlega gaman að koma til Ósló - borg sem ég þekki vel en hefur breyst ótrúlega mikið til hins betra á undanförnum árum,“ segir Dagur.

„Miðborgin er nú nær alfarið án bílaumferðar, gott aðgengi er að hjólaleigum og rafmagnshlaupahjólum sem eru frábærir ferðamátar til að kynnast nýju svæðunum í borginni sem hafa verið að byggjast upp, meðal annars því hraðbrautir hafa vikið fyrir íbúðum og atvinnuhúsnæði - en umferðin en leidd í stokkum neðanjarðar.“

Almenningssamgöngur hafi verið stórefldar.

„Frábær innblástur! Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk!“

Varaborgarfulltrúinn Gunnlaugur Bragi Björnsson er á svipaðri skoðun og Dagur. Vísar hann til aðfarinnar sem stundum er nefnt í tengslum við Reykjavík, ýmist í alvöru eða gríni, í tengslum við lokun Laugavegar.

„Stærsti lærdómurinn á @UrbanFutureConf hingað til er að reykvíska #aðförin er nær því að vera knús en aðför að einu né neinu. Hér í Osló er þetta gert af alvöru og árangurinn frábær. Áfram gakk, #meiriaðför og #meiriborg“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×