Berglind Festival leysti ráðgátuna um manninn á bak við umdeilda Twitter-aðganginn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2019 11:00 Berlind Festival þekkti andlitið. Vísir/GVA/SIGTRYGGUR ARI Sjónvarpskonan Berglind Festival leysti ráðgátuna um hver væri maðurinn á bak við umdeildan Twitter-reikning. Þetta segir sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir sem ræddi málið í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun. Sjálf tók Karólína eftir að Þóri Sæmundssyni leikara hefði orðið á í messunni en naut aðstoðar Berglindar til að komast til botns í málinu. „Ég var á næturvakt og er búin að pæla mjög mikið í því hver væri á bakvið Boring Gylf Sig og vinkona mín sendi mér skjáskot um nóttina þar sem hann klúðraði að kroppa í burtu prófíl myndina sína,“ segir Karólína. Í gær kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Karólína birti skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófíl mynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Karólína segir að um nóttina hafi þær fyrst rannsakað hvaða maður þetta væri en það hafi í raun lítið gengið. Því næst var ákveðið að senda myndina á eina þjóðþekkta Instagram-stjörnu í þeirri von um að hún vissi hver þetta væri. Karólína sendi myndina á Berglindi Pétursdóttur, betur þekkt sem Berglind Festival. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 „Hún vissi hver þetta var og það var í raun Berglind Festival sem leysti ráðgátuna,“ segir Karólína. „Mér fannst bara fokking fyndið að Þórir Sæm væri á bakvið þennan reikning. Ef ég hefði komist að því að þetta væri bara einhver gæi út í bæ, þá væri maður ekkert að uppljóstra hver þetta væri en af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína. Þórir hætti á Twitter á sínum tíma eftir að í ljós kom að hann hefði verið að senda óviðeigandi skilaboð. „Þetta var orðið frekar einsleitt hjá honum og frekar fyrirsjáanlegt,“ segir Karólína sem mun ekki sakna Boring Gylfa Sig en hún var í sambandi við Þórir Sæmundsson í gær. „Honum líður ekki vel og það er verið að kroppa ofan af frekar gömul sár hjá honum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann líka pínu að spila sig sem fórnarlamb. Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Sjónvarpskonan Berglind Festival leysti ráðgátuna um hver væri maðurinn á bak við umdeildan Twitter-reikning. Þetta segir sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir sem ræddi málið í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun. Sjálf tók Karólína eftir að Þóri Sæmundssyni leikara hefði orðið á í messunni en naut aðstoðar Berglindar til að komast til botns í málinu. „Ég var á næturvakt og er búin að pæla mjög mikið í því hver væri á bakvið Boring Gylf Sig og vinkona mín sendi mér skjáskot um nóttina þar sem hann klúðraði að kroppa í burtu prófíl myndina sína,“ segir Karólína. Í gær kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Karólína birti skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófíl mynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Karólína segir að um nóttina hafi þær fyrst rannsakað hvaða maður þetta væri en það hafi í raun lítið gengið. Því næst var ákveðið að senda myndina á eina þjóðþekkta Instagram-stjörnu í þeirri von um að hún vissi hver þetta væri. Karólína sendi myndina á Berglindi Pétursdóttur, betur þekkt sem Berglind Festival. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 „Hún vissi hver þetta var og það var í raun Berglind Festival sem leysti ráðgátuna,“ segir Karólína. „Mér fannst bara fokking fyndið að Þórir Sæm væri á bakvið þennan reikning. Ef ég hefði komist að því að þetta væri bara einhver gæi út í bæ, þá væri maður ekkert að uppljóstra hver þetta væri en af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína. Þórir hætti á Twitter á sínum tíma eftir að í ljós kom að hann hefði verið að senda óviðeigandi skilaboð. „Þetta var orðið frekar einsleitt hjá honum og frekar fyrirsjáanlegt,“ segir Karólína sem mun ekki sakna Boring Gylfa Sig en hún var í sambandi við Þórir Sæmundsson í gær. „Honum líður ekki vel og það er verið að kroppa ofan af frekar gömul sár hjá honum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann líka pínu að spila sig sem fórnarlamb. Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00