Berglind Festival leysti ráðgátuna um manninn á bak við umdeilda Twitter-aðganginn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2019 11:00 Berlind Festival þekkti andlitið. Vísir/GVA/SIGTRYGGUR ARI Sjónvarpskonan Berglind Festival leysti ráðgátuna um hver væri maðurinn á bak við umdeildan Twitter-reikning. Þetta segir sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir sem ræddi málið í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun. Sjálf tók Karólína eftir að Þóri Sæmundssyni leikara hefði orðið á í messunni en naut aðstoðar Berglindar til að komast til botns í málinu. „Ég var á næturvakt og er búin að pæla mjög mikið í því hver væri á bakvið Boring Gylf Sig og vinkona mín sendi mér skjáskot um nóttina þar sem hann klúðraði að kroppa í burtu prófíl myndina sína,“ segir Karólína. Í gær kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Karólína birti skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófíl mynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Karólína segir að um nóttina hafi þær fyrst rannsakað hvaða maður þetta væri en það hafi í raun lítið gengið. Því næst var ákveðið að senda myndina á eina þjóðþekkta Instagram-stjörnu í þeirri von um að hún vissi hver þetta væri. Karólína sendi myndina á Berglindi Pétursdóttur, betur þekkt sem Berglind Festival. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 „Hún vissi hver þetta var og það var í raun Berglind Festival sem leysti ráðgátuna,“ segir Karólína. „Mér fannst bara fokking fyndið að Þórir Sæm væri á bakvið þennan reikning. Ef ég hefði komist að því að þetta væri bara einhver gæi út í bæ, þá væri maður ekkert að uppljóstra hver þetta væri en af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína. Þórir hætti á Twitter á sínum tíma eftir að í ljós kom að hann hefði verið að senda óviðeigandi skilaboð. „Þetta var orðið frekar einsleitt hjá honum og frekar fyrirsjáanlegt,“ segir Karólína sem mun ekki sakna Boring Gylfa Sig en hún var í sambandi við Þórir Sæmundsson í gær. „Honum líður ekki vel og það er verið að kroppa ofan af frekar gömul sár hjá honum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann líka pínu að spila sig sem fórnarlamb. Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Sjónvarpskonan Berglind Festival leysti ráðgátuna um hver væri maðurinn á bak við umdeildan Twitter-reikning. Þetta segir sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir sem ræddi málið í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun. Sjálf tók Karólína eftir að Þóri Sæmundssyni leikara hefði orðið á í messunni en naut aðstoðar Berglindar til að komast til botns í málinu. „Ég var á næturvakt og er búin að pæla mjög mikið í því hver væri á bakvið Boring Gylf Sig og vinkona mín sendi mér skjáskot um nóttina þar sem hann klúðraði að kroppa í burtu prófíl myndina sína,“ segir Karólína. Í gær kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Karólína birti skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófíl mynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Karólína segir að um nóttina hafi þær fyrst rannsakað hvaða maður þetta væri en það hafi í raun lítið gengið. Því næst var ákveðið að senda myndina á eina þjóðþekkta Instagram-stjörnu í þeirri von um að hún vissi hver þetta væri. Karólína sendi myndina á Berglindi Pétursdóttur, betur þekkt sem Berglind Festival. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 „Hún vissi hver þetta var og það var í raun Berglind Festival sem leysti ráðgátuna,“ segir Karólína. „Mér fannst bara fokking fyndið að Þórir Sæm væri á bakvið þennan reikning. Ef ég hefði komist að því að þetta væri bara einhver gæi út í bæ, þá væri maður ekkert að uppljóstra hver þetta væri en af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína. Þórir hætti á Twitter á sínum tíma eftir að í ljós kom að hann hefði verið að senda óviðeigandi skilaboð. „Þetta var orðið frekar einsleitt hjá honum og frekar fyrirsjáanlegt,“ segir Karólína sem mun ekki sakna Boring Gylfa Sig en hún var í sambandi við Þórir Sæmundsson í gær. „Honum líður ekki vel og það er verið að kroppa ofan af frekar gömul sár hjá honum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann líka pínu að spila sig sem fórnarlamb. Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00