Veita fyrirtækjum aðhald svo launahækkanir fari ekki út í verðlag Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 14:09 Drífa Snædal, forseti ASÍ, vill aukna umræðu um verðlag og að fylgst verði vel með því í kjölfar launahækkanna. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. Forseti ASÍ segir að fyrirtækin verði að axla ábyrgð og eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Fjölmargar ábendingar um verðhækkanir hafa borist til Verðlagseftirlits ASÍ í kjölfar nýrra kjarasamninga. Til að bregðast við hefur Verðlageftirlitið sett á fót nýjan Facebook hóp sem ber nafnið Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar geta neytendur sett inn ábendingar og fylgst með fyrirtækjum sem hækka verð á vörum sínum. Hópurinn hefur vaxið hratt og vonast Drifa Snædal, forseti ASÍ, til þess að hópur sem þessi veiti fyrirtækjum aðhald. „Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar um verðlag. Búa til skipulag þar sem neytendur geta skipst á upplýsingum um verðlag og annað sem máli skiptir. Síðast en ekki síst veita fyrirtækjum aðhald svo þau séu ekki að hækka verð. Kjarasamningarnir sem við gerðum núna byggja á því að verðlag haldist stöðugt og allir leggi sitt að mörkum svo þetta gangi upp,“ segir hún. Hún bendir á að fyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að nýsamþykktir kjarasamningar gangi upp. Fyrirtæki eigi ekki að þurfa að hækka verð. „Það er veðjað á að það sé hægt að greiða launahækkanir í gegnum væntanlegar vaxtalækkanir, eða vonandi. Við vorum að skapa skilyrði til þess,“ segir hún. Efla á verðlageftirlitið og auka tíðni verðkannanna. „Við vitum að þær hafa áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtæki þar sem þær halda aftur af verðhækkunum því fyrirtæki vita að það er verið að fylgjast með þeim verðlagseftirliti ASÍ. Þannig að við ætlum að auka þá tíðni. Síðan ætlum við að þróa svona upplýsinga vettvang fyrir neytendur til að skiptast á upplýsingum um verð og gæði vara,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. Forseti ASÍ segir að fyrirtækin verði að axla ábyrgð og eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Fjölmargar ábendingar um verðhækkanir hafa borist til Verðlagseftirlits ASÍ í kjölfar nýrra kjarasamninga. Til að bregðast við hefur Verðlageftirlitið sett á fót nýjan Facebook hóp sem ber nafnið Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar geta neytendur sett inn ábendingar og fylgst með fyrirtækjum sem hækka verð á vörum sínum. Hópurinn hefur vaxið hratt og vonast Drifa Snædal, forseti ASÍ, til þess að hópur sem þessi veiti fyrirtækjum aðhald. „Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar um verðlag. Búa til skipulag þar sem neytendur geta skipst á upplýsingum um verðlag og annað sem máli skiptir. Síðast en ekki síst veita fyrirtækjum aðhald svo þau séu ekki að hækka verð. Kjarasamningarnir sem við gerðum núna byggja á því að verðlag haldist stöðugt og allir leggi sitt að mörkum svo þetta gangi upp,“ segir hún. Hún bendir á að fyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að nýsamþykktir kjarasamningar gangi upp. Fyrirtæki eigi ekki að þurfa að hækka verð. „Það er veðjað á að það sé hægt að greiða launahækkanir í gegnum væntanlegar vaxtalækkanir, eða vonandi. Við vorum að skapa skilyrði til þess,“ segir hún. Efla á verðlageftirlitið og auka tíðni verðkannanna. „Við vitum að þær hafa áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtæki þar sem þær halda aftur af verðhækkunum því fyrirtæki vita að það er verið að fylgjast með þeim verðlagseftirliti ASÍ. Þannig að við ætlum að auka þá tíðni. Síðan ætlum við að þróa svona upplýsinga vettvang fyrir neytendur til að skiptast á upplýsingum um verð og gæði vara,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum