Veita fyrirtækjum aðhald svo launahækkanir fari ekki út í verðlag Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 14:09 Drífa Snædal, forseti ASÍ, vill aukna umræðu um verðlag og að fylgst verði vel með því í kjölfar launahækkanna. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. Forseti ASÍ segir að fyrirtækin verði að axla ábyrgð og eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Fjölmargar ábendingar um verðhækkanir hafa borist til Verðlagseftirlits ASÍ í kjölfar nýrra kjarasamninga. Til að bregðast við hefur Verðlageftirlitið sett á fót nýjan Facebook hóp sem ber nafnið Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar geta neytendur sett inn ábendingar og fylgst með fyrirtækjum sem hækka verð á vörum sínum. Hópurinn hefur vaxið hratt og vonast Drifa Snædal, forseti ASÍ, til þess að hópur sem þessi veiti fyrirtækjum aðhald. „Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar um verðlag. Búa til skipulag þar sem neytendur geta skipst á upplýsingum um verðlag og annað sem máli skiptir. Síðast en ekki síst veita fyrirtækjum aðhald svo þau séu ekki að hækka verð. Kjarasamningarnir sem við gerðum núna byggja á því að verðlag haldist stöðugt og allir leggi sitt að mörkum svo þetta gangi upp,“ segir hún. Hún bendir á að fyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að nýsamþykktir kjarasamningar gangi upp. Fyrirtæki eigi ekki að þurfa að hækka verð. „Það er veðjað á að það sé hægt að greiða launahækkanir í gegnum væntanlegar vaxtalækkanir, eða vonandi. Við vorum að skapa skilyrði til þess,“ segir hún. Efla á verðlageftirlitið og auka tíðni verðkannanna. „Við vitum að þær hafa áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtæki þar sem þær halda aftur af verðhækkunum því fyrirtæki vita að það er verið að fylgjast með þeim verðlagseftirliti ASÍ. Þannig að við ætlum að auka þá tíðni. Síðan ætlum við að þróa svona upplýsinga vettvang fyrir neytendur til að skiptast á upplýsingum um verð og gæði vara,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. Forseti ASÍ segir að fyrirtækin verði að axla ábyrgð og eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Fjölmargar ábendingar um verðhækkanir hafa borist til Verðlagseftirlits ASÍ í kjölfar nýrra kjarasamninga. Til að bregðast við hefur Verðlageftirlitið sett á fót nýjan Facebook hóp sem ber nafnið Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar geta neytendur sett inn ábendingar og fylgst með fyrirtækjum sem hækka verð á vörum sínum. Hópurinn hefur vaxið hratt og vonast Drifa Snædal, forseti ASÍ, til þess að hópur sem þessi veiti fyrirtækjum aðhald. „Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar um verðlag. Búa til skipulag þar sem neytendur geta skipst á upplýsingum um verðlag og annað sem máli skiptir. Síðast en ekki síst veita fyrirtækjum aðhald svo þau séu ekki að hækka verð. Kjarasamningarnir sem við gerðum núna byggja á því að verðlag haldist stöðugt og allir leggi sitt að mörkum svo þetta gangi upp,“ segir hún. Hún bendir á að fyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að nýsamþykktir kjarasamningar gangi upp. Fyrirtæki eigi ekki að þurfa að hækka verð. „Það er veðjað á að það sé hægt að greiða launahækkanir í gegnum væntanlegar vaxtalækkanir, eða vonandi. Við vorum að skapa skilyrði til þess,“ segir hún. Efla á verðlageftirlitið og auka tíðni verðkannanna. „Við vitum að þær hafa áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtæki þar sem þær halda aftur af verðhækkunum því fyrirtæki vita að það er verið að fylgjast með þeim verðlagseftirliti ASÍ. Þannig að við ætlum að auka þá tíðni. Síðan ætlum við að þróa svona upplýsinga vettvang fyrir neytendur til að skiptast á upplýsingum um verð og gæði vara,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira