Ferðast með söl og hvönn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2019 09:00 Gísli með nípur í körfu. Mynd/Gunnar Freyr/Icelandic Explorer Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum í Emblu – norrænum matarverðlaunum sem verða veitt í Reykjavík 1. júlí. Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Eyjum er einn þeirra. Í rökstuðningi kemur fram að hann sé óþreytandi við að kynna fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. „Já, ég hef á undanförnum árum poppað upp í ýmsum löndum, upp á mitt eindæmi, og þá verið í samkrulli við þá sem eru svipað þenkjandi og ég og reka veitingastaði með staðbundna matreiðslu,“ staðfestir hann. Kveðst meðal annars hafa farið til Hong Kong, Sviss, Indlands, tvisvar til Bandaríkjanna og Ítalíu og verið í Póllandi í síðustu viku. „Þá tek ég hráefni með mér sem létt er að ferðast með, til dæmis söl og krydd, eins og hvönn, blóðberg, skessujurt, hvannarfræ og fleira slíkt.“ Hann kveðst nota sumurin til að safna í sarpinn. „Við í Slippnum reynum við að vera eins sjálfbær og staðbundin og við getum. Tínum kerfil, túnfífil, vallhumal, hvönn, njóla, skarfakál og söl og geymum til vetrarins, með því að setja þær í síróp, fyrsta eða þurrka þannig að við getum notað bragðið allt árið.“ Hann kveðst hafa þreifað sig áfram og sótt í gamlar heimildir. „Við erum svo heppin hér á Íslandi að hér er rosalega fátt eitrað, miðað við víða í heiminum. Svo lærir maður hvað er sérstakt við íslenska matarhefð með því að kynna hana öðrum menningarheimum. Fólki erlendis finnst til dæmis taðreyking ótrúlegt fyrirbæri og bragð af taðreyktu er sérstakt.“ Auk Slippsins rekur Gísli Skál í Hlemmi Mathöll, ásamt tveimur vinum sínum. „Við erum mörg sem stöndum að þessum veitingastöðum og margir kokkar og lærlingar vilja koma sérstaklega til okkar af því að við erum að gera sérstaka hluti.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum í Emblu – norrænum matarverðlaunum sem verða veitt í Reykjavík 1. júlí. Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Eyjum er einn þeirra. Í rökstuðningi kemur fram að hann sé óþreytandi við að kynna fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. „Já, ég hef á undanförnum árum poppað upp í ýmsum löndum, upp á mitt eindæmi, og þá verið í samkrulli við þá sem eru svipað þenkjandi og ég og reka veitingastaði með staðbundna matreiðslu,“ staðfestir hann. Kveðst meðal annars hafa farið til Hong Kong, Sviss, Indlands, tvisvar til Bandaríkjanna og Ítalíu og verið í Póllandi í síðustu viku. „Þá tek ég hráefni með mér sem létt er að ferðast með, til dæmis söl og krydd, eins og hvönn, blóðberg, skessujurt, hvannarfræ og fleira slíkt.“ Hann kveðst nota sumurin til að safna í sarpinn. „Við í Slippnum reynum við að vera eins sjálfbær og staðbundin og við getum. Tínum kerfil, túnfífil, vallhumal, hvönn, njóla, skarfakál og söl og geymum til vetrarins, með því að setja þær í síróp, fyrsta eða þurrka þannig að við getum notað bragðið allt árið.“ Hann kveðst hafa þreifað sig áfram og sótt í gamlar heimildir. „Við erum svo heppin hér á Íslandi að hér er rosalega fátt eitrað, miðað við víða í heiminum. Svo lærir maður hvað er sérstakt við íslenska matarhefð með því að kynna hana öðrum menningarheimum. Fólki erlendis finnst til dæmis taðreyking ótrúlegt fyrirbæri og bragð af taðreyktu er sérstakt.“ Auk Slippsins rekur Gísli Skál í Hlemmi Mathöll, ásamt tveimur vinum sínum. „Við erum mörg sem stöndum að þessum veitingastöðum og margir kokkar og lærlingar vilja koma sérstaklega til okkar af því að við erum að gera sérstaka hluti.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira