Nýtt og breytt forsætisráðuneyti eftir fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2019 21:00 Stefnt er að því að ný viðbygging við stjórnarráðshúsið verði tilbúin eftir fjögur ár. Húsið mun leysa af hólmi skrifstofur forsætisráðuneytisins sem nú eru á sex stöðum í miðborginni. Um þrjátíu tillögur bárust í samkeppni í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga í viðbyggingu við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu sem hýsir forsætisráðuneytið. Nú liggur fyrir að byggt verður samkvæmt vinningstillögu frá Kurt og Pí arkitektum. Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir undirbúning deiliskipulags og hönnunar að hefjast og muni taka á annaðár. „Á sama tíma verður fariðí fornleifauppgröft á svæðinu þannig að allt sé til reiðu þegar tímabært verður að fara íútboð og framkvæmdir. Að óbreyttu erum við að horfa á að framkvæmdir geti hafist og skóflustunga árið 2021 og það verði hægt að flytja inn árið 2023,“ segir Guðrún. Forsætisráðuneytið hafi sprengt utan af sér gömlu stjórnarráðsbygginguna fyrir áratugum. Nú fari starfsemi ráðuneytisins fram í leiguhúsnæði á fimm öðrum stöðum í miðborginni sem sé óhagkvæmt af mörgum ástæðum. „Hér verður þá allt á einni torfu. Nútímalegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn ráðuneytisins, fundaaðstaða fyrir ríkisstjórn og svo framvegis. Og náttúrlega frábær aðstaða fyrir fjölmiðla,“ segir Guðrún þar sem hún stendur á lóð væntanlegrar nýbyggingar. Nýbyggingin verður á tveimur hæðum með skrifstofum fyrir tæplega 60 starfsmenn og móttöku- og fundarherbergjum á jarðhæð. Hægt verður að aka með gesti inn í kjallara húsins þar sem einnig verða nokkur bílastæði. Dómnefnd telur bygginguna falla vel að stjórnarráðshúsinu sem er eitt af nokkrum elstu steinhúsum í landinu. „Hún er mjög lágstemmd. Hún rís ekki hátt upp og ef skoðaðar eru þessar hátt í þrjátíu tillögur sem komu má sjá að það eru ýmsar leiðir farnar. En við teljum að þessi sýni þessum reit virðingu og muni heppnast vel,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. Reykjavík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Stefnt er að því að ný viðbygging við stjórnarráðshúsið verði tilbúin eftir fjögur ár. Húsið mun leysa af hólmi skrifstofur forsætisráðuneytisins sem nú eru á sex stöðum í miðborginni. Um þrjátíu tillögur bárust í samkeppni í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga í viðbyggingu við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu sem hýsir forsætisráðuneytið. Nú liggur fyrir að byggt verður samkvæmt vinningstillögu frá Kurt og Pí arkitektum. Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir undirbúning deiliskipulags og hönnunar að hefjast og muni taka á annaðár. „Á sama tíma verður fariðí fornleifauppgröft á svæðinu þannig að allt sé til reiðu þegar tímabært verður að fara íútboð og framkvæmdir. Að óbreyttu erum við að horfa á að framkvæmdir geti hafist og skóflustunga árið 2021 og það verði hægt að flytja inn árið 2023,“ segir Guðrún. Forsætisráðuneytið hafi sprengt utan af sér gömlu stjórnarráðsbygginguna fyrir áratugum. Nú fari starfsemi ráðuneytisins fram í leiguhúsnæði á fimm öðrum stöðum í miðborginni sem sé óhagkvæmt af mörgum ástæðum. „Hér verður þá allt á einni torfu. Nútímalegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn ráðuneytisins, fundaaðstaða fyrir ríkisstjórn og svo framvegis. Og náttúrlega frábær aðstaða fyrir fjölmiðla,“ segir Guðrún þar sem hún stendur á lóð væntanlegrar nýbyggingar. Nýbyggingin verður á tveimur hæðum með skrifstofum fyrir tæplega 60 starfsmenn og móttöku- og fundarherbergjum á jarðhæð. Hægt verður að aka með gesti inn í kjallara húsins þar sem einnig verða nokkur bílastæði. Dómnefnd telur bygginguna falla vel að stjórnarráðshúsinu sem er eitt af nokkrum elstu steinhúsum í landinu. „Hún er mjög lágstemmd. Hún rís ekki hátt upp og ef skoðaðar eru þessar hátt í þrjátíu tillögur sem komu má sjá að það eru ýmsar leiðir farnar. En við teljum að þessi sýni þessum reit virðingu og muni heppnast vel,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir.
Reykjavík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira