Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi en talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um málið.

Einnig er rætt við umhverfisráðherra Norðurlandanna en þeir eru staddir hér á landi og hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu. Einnig heyrum við í ungu fólki á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík um umhverfismál.

Við fjöllum áfram um veika hælisleitendur sem eru teknir beint af geðdeild og fluttir úr landi, við spjöllum við Sævar Helga Bragason um fyrstu ljósmyndina af svartholi sem birt var í dag og fylgjumst með eldhressum MR-ingum dimmitera.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×