Hafa kyrrsett 70 milljónir frá brotastarfsemi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2019 20:00 Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi. Talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Hagkerfi undirheimanna var til umræðu á málþingi viðskipta- og hagfræðinga í dag. Almennt er miðað við að veltan í svarta hagkerfinu nemi að minnsta kosti einu prósenti af landsframleiðslu. Yfirlögregluþjónn segir enga ástæðu til að ætla að staðan sé önnur hér. „Í okkar tilviki væri það á síðasta ári um 26 til 28 milljarðar króna á síðasta ári," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Grundvallarþátturinn hefur verið fíkiefnaviðskipti en til viðbótar bætist við alls kyns önnur svikastarfsemi. Það er kannski sú breyting sem verið hefur undanfarin ár er að samhliða fíkniefnaviðskiptum eru menn að þróa sig yfir í að bæta við annarri brotastarfsemi. Það getur verið til dæmis smygl á fólki, mansal eða vændi," segir hann. Karl Steinar segir að brotastarfsemi hafi þróast mikið að undanförnu í átt að fyrirtækjaformi. „Í sumum aðgerðum eru til dæmis ráðnir sérfræðingar til þess að sjá um ýmis atriði, líkt og til dæmis þegar ætlunin er að brjótast inn í tölvukerfi til þess að koma skilaboðum um fjárgreiðslur á framfæri," segir hann.Karl Steinar telur að lögregla þurfi að einblína í ríkari mæli að fjármálahliðinni í brotastarfsemi.Vísir/vilhelmFyrr á árinu fengu lögreglan og héraðssaksóknari 65 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að einblína á peningaþvætti. Nú þegar hafa eignir að andvirði 70 milljóna króna, sem taldar eru koma frá brotastarfsemi, verið kyrrsettar. Karl Steinar segir þetta sýna að fjármunir sem yrðu lagðir í þessa hlið rannsókna myndu skila sér til baka. „Nálgun okkar gagnvart skipulagðri brotastarfsemi á ekki eingöngu að lúta að því að ná efnum eða stöðva brotastarfsemina sem slíka, heldur að horfa til eignamyndunar og verðmyndunar sem verður samhliða þessu. Þegar við áttum samtal við ráðuneytið sögðum við að við vildum fara ákveðna leið í því og að við treystum okkur til þess að sýna fram á að með því að veita okkur tiltekið fjármagn til þess að rannsaka hlutina í nýju ljósi myndi það leiða til þess að talsvert meira fé myndi skila sér í ríkissjóð," segir Karl Steinar. „Þetta er það sem er verið að hvetja öll lögreglulið í Evrópu til þess að gera." Mikil þörf sé á áherslubreytingum þar sem Ísland hefur meðal annars þótt hafa sérstöðu að því leyti að auðvelt sé að koma illa fengnu fé í umferð. „Það þykja ekki undarleg viðskipti að kaupa sér bíl og koma með fjórar eða fimm milljónir í bakpoka. Þetta er ekki að gerast í Evrópu undir venjulegum kringumstæðum að ég tel þar sem þessi viðskipti yrðu tilkynnt. Þau eru ekki tilkynnt hér á Íslandi, menn hafa ekki gert það." Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi. Talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Hagkerfi undirheimanna var til umræðu á málþingi viðskipta- og hagfræðinga í dag. Almennt er miðað við að veltan í svarta hagkerfinu nemi að minnsta kosti einu prósenti af landsframleiðslu. Yfirlögregluþjónn segir enga ástæðu til að ætla að staðan sé önnur hér. „Í okkar tilviki væri það á síðasta ári um 26 til 28 milljarðar króna á síðasta ári," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Grundvallarþátturinn hefur verið fíkiefnaviðskipti en til viðbótar bætist við alls kyns önnur svikastarfsemi. Það er kannski sú breyting sem verið hefur undanfarin ár er að samhliða fíkniefnaviðskiptum eru menn að þróa sig yfir í að bæta við annarri brotastarfsemi. Það getur verið til dæmis smygl á fólki, mansal eða vændi," segir hann. Karl Steinar segir að brotastarfsemi hafi þróast mikið að undanförnu í átt að fyrirtækjaformi. „Í sumum aðgerðum eru til dæmis ráðnir sérfræðingar til þess að sjá um ýmis atriði, líkt og til dæmis þegar ætlunin er að brjótast inn í tölvukerfi til þess að koma skilaboðum um fjárgreiðslur á framfæri," segir hann.Karl Steinar telur að lögregla þurfi að einblína í ríkari mæli að fjármálahliðinni í brotastarfsemi.Vísir/vilhelmFyrr á árinu fengu lögreglan og héraðssaksóknari 65 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að einblína á peningaþvætti. Nú þegar hafa eignir að andvirði 70 milljóna króna, sem taldar eru koma frá brotastarfsemi, verið kyrrsettar. Karl Steinar segir þetta sýna að fjármunir sem yrðu lagðir í þessa hlið rannsókna myndu skila sér til baka. „Nálgun okkar gagnvart skipulagðri brotastarfsemi á ekki eingöngu að lúta að því að ná efnum eða stöðva brotastarfsemina sem slíka, heldur að horfa til eignamyndunar og verðmyndunar sem verður samhliða þessu. Þegar við áttum samtal við ráðuneytið sögðum við að við vildum fara ákveðna leið í því og að við treystum okkur til þess að sýna fram á að með því að veita okkur tiltekið fjármagn til þess að rannsaka hlutina í nýju ljósi myndi það leiða til þess að talsvert meira fé myndi skila sér í ríkissjóð," segir Karl Steinar. „Þetta er það sem er verið að hvetja öll lögreglulið í Evrópu til þess að gera." Mikil þörf sé á áherslubreytingum þar sem Ísland hefur meðal annars þótt hafa sérstöðu að því leyti að auðvelt sé að koma illa fengnu fé í umferð. „Það þykja ekki undarleg viðskipti að kaupa sér bíl og koma með fjórar eða fimm milljónir í bakpoka. Þetta er ekki að gerast í Evrópu undir venjulegum kringumstæðum að ég tel þar sem þessi viðskipti yrðu tilkynnt. Þau eru ekki tilkynnt hér á Íslandi, menn hafa ekki gert það."
Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira