Lífið

Björk gerði allt vitlaust sem plötusnúður á balli MH

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björk komið reglulega fram sem plötusnúður í gegnum árin.
Björk komið reglulega fram sem plötusnúður í gegnum árin.

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og steig á sviðið á menntaskólaballi MH í vikunni og var plötusnúður.

Ballið var haldið í Austurbæ og þar komu einnig fram Flóni, Sykur, Sturla Atlas og DJ AIBABOA.

Björk var á sínum tíma nemandi við MH en nú stundar dóttir hennar nám við skólann. Björk vinnur um þessar mundir að tónleikaröð í menningarmiðstöðinni The Shed í New York sem fer á fjalirnar nú í maí.

Lokalag kvöldsins var lagið Clubbed Up með ClubDub og varð allt vitlaust þegar Björk setti það á fóninn.

Hér að neðan má sjá stemninguna á ballinu sjálfu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.