Lífið

Bein útsending: Herra Brennslan 2019

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brennslukappar fullyrða að þetta sé fyrsta fegurðarsamkeppni karla á Íslandi í tólf ár.
Brennslukappar fullyrða að þetta sé fyrsta fegurðarsamkeppni karla á Íslandi í tólf ár.

Herra Brennslan 2019 verður í beinni útsendingu á Vísi og FM957 í dag og hefst keppnin klukkan níu en þar keppa þeir Hjörvar Hafliðason, Kjartan Atli Kjartansson og Ríkharð Óskar Guðnason.

Um er að ræða fyrstu fegurðarsamkeppni karla hér á landi í tólf ár og hafa þremenningarnir lagt gríðarlega mikla vinnu á sig síðustu mánuði, alveg frá áramótum.

Sjá nánar: Herra Brennslan verður í beinni á Vísi: „Eitthvað við þetta andlit sem dáleiðir konur“

Í keppninni verður öllu tjaldað til. Keppninni verður lýst af fagfólki og einnig hefur verið mynduð dómnefnd. Keppendur koma fram á sundfötum og síðan í kvöldklæðnaði.

Dómarar eru Manúela Ósk Harðardóttir, Sindri Sindrason, Unnur Kristín Óladóttir, Margrét Gnarr og Rúrik Gíslason.

Neðst í fréttinni má horfa á beina útsendingu sem hefst um klukkan níu.

Við hvetjum lesendur síðan til að taka þátt í netkosningunni hér fyrir neðan þar en netstrákurinn er valinn af lesendum Vísis og hlustendum FM957.

Taktu þátt - Hver er Netstrákurinn?

 

Í útvarpsspilaranum á Vísi er hægt að hlusta á beina útsendingu FM957. Brennslan byrjar klukkan sjö alla virka daga og er á dagskrá til klukkan tíu.

Dómnefnd mun skera úr um hvaða keppandi fer með sigur af hólmi og verður hægt að fylgjast með þessu öllu hér í beinu útsendingunni.

Uppfært kl.9.45:

Keppninni er lokið. Ríkharð Óskar var valinn Herra Brennslan 2019 og Vísisdrengurinn. Kjartan Atli var valinn Veet-strákurinn og Hjörvar Brennslukroppurinn.

Upptaka af keppninni verður aðgengileg hér á Vísi innan skamms.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.