Innlent

Eldur í bát á Breiðafirði

Jóhann K. Jóhannsson skrifar

Landhelgisgæslan og björgunarsveitir á Vesturlandi fengu tilkynningu skömmu fyrir klukkan sex um að eldur hafi komið upp í bát sem staddur er úti á Breiðafirði.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir að þyrla hafi verið send vestur og þá er flugvél gæslunnar TF-SIF á vettvangi. Nærstöddum bátum hefur einnig verið stefnt á vettvang. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu umfangsmikill eldurinn er.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þrír í áhöfn bátsins og er áhöfnin komin í flotgalla og eru óhultir. Fyrsti bátur er kominn að þeim.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagins Landsbjargar staðfestir að fjórar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Stykkishólmi og Reykhólum, hafi verið boðaðar út.

Uppfært klukkan 19:00
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er enginn reykur sjáanlegur frá bátnum en greinilegur hiti sást í gegnum hitamyndavél flugvélarinnar.

Uppfært klukkan 19:10
Fiskibáturinn Hafey, sem kom fyrst á vettvang, hefur tekið bátinn Æsi í tog og stefna þeir inn að Reykhólum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.