Stærstu stjörnur heimsins sameina krafta sína fyrir jörðina: "Við verðum að bjarga þessari plánetu“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2019 20:14 Myndbandið er í teiknimyndastíl. Skjáskot/Youtube Í tilefni jarðardagsins þann 22. apríl fékk rapparinn og grínistinn Lil Dicky margar stærstu stjörnur heims með sér í lið til þess að gera lag um jörðina. Markmiðið er að vekja athygli á umhverfismálum og hlýnun jarðar. Lagið heitir „Earth“ eða „Jörðin“ á íslensku og fjallar texti lagsins um lífríki jarðar og er nokkurskonar lofsöngur um plánetuna. Undir lok lagsins kveður við alvarlegri tón þar sem Lil Dicky veltir upp þeim möguleika að við leggjum lífríkið einfaldlega í rúst með hræðilegum afleiðingum. „Ég ætla ekki að ljúga að þér, það eru svo margir sem trúa ekki á hnattræna hlýnun. Við verðum að bjarga þessari plánetu. Við erum að vera heimsk,“ segir í laginu. Stjörnur á borð við Justin Bieber, Ariana Grande, Halsey, Shawn Mendes, Kevin Hart, Miley Cyrus, Katy Perry, Hailee Steinfeld, Lil Jon, Rita Ora, Meghan Trainor, John Legend, Adam Levine, Charlie Puth, Wiz Khalifa, Snoop Dogg, Sia, Zac Brown, Ed Sheeran, the Backstreet Boys og Leonardo DiCaprio koma fyrir í laginu sem teiknimyndafígúrur eða dýr. Þá má einnig nálgast upplýsingar um málefnið á síðu sem tileinkuð er málstaðnum og laginu sjálfu. Þar er hægt að kynna sér ýmis úrræði til þess að leggja sitt af mörkum og breyta til hins betra. Allur ágóði lagsins mun renna til góðgerðarsamtaka sem starfa í þágu umhverfismála. Loftslagsmál Tónlist Umhverfismál Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í tilefni jarðardagsins þann 22. apríl fékk rapparinn og grínistinn Lil Dicky margar stærstu stjörnur heims með sér í lið til þess að gera lag um jörðina. Markmiðið er að vekja athygli á umhverfismálum og hlýnun jarðar. Lagið heitir „Earth“ eða „Jörðin“ á íslensku og fjallar texti lagsins um lífríki jarðar og er nokkurskonar lofsöngur um plánetuna. Undir lok lagsins kveður við alvarlegri tón þar sem Lil Dicky veltir upp þeim möguleika að við leggjum lífríkið einfaldlega í rúst með hræðilegum afleiðingum. „Ég ætla ekki að ljúga að þér, það eru svo margir sem trúa ekki á hnattræna hlýnun. Við verðum að bjarga þessari plánetu. Við erum að vera heimsk,“ segir í laginu. Stjörnur á borð við Justin Bieber, Ariana Grande, Halsey, Shawn Mendes, Kevin Hart, Miley Cyrus, Katy Perry, Hailee Steinfeld, Lil Jon, Rita Ora, Meghan Trainor, John Legend, Adam Levine, Charlie Puth, Wiz Khalifa, Snoop Dogg, Sia, Zac Brown, Ed Sheeran, the Backstreet Boys og Leonardo DiCaprio koma fyrir í laginu sem teiknimyndafígúrur eða dýr. Þá má einnig nálgast upplýsingar um málefnið á síðu sem tileinkuð er málstaðnum og laginu sjálfu. Þar er hægt að kynna sér ýmis úrræði til þess að leggja sitt af mörkum og breyta til hins betra. Allur ágóði lagsins mun renna til góðgerðarsamtaka sem starfa í þágu umhverfismála.
Loftslagsmál Tónlist Umhverfismál Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira