„Rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2019 14:30 Halldór er stórstjarna í snjóbrettaheiminum. Fyrsti þátturinn í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum var snjóbrettakappinn Halldór Helgason gestur og elti Auðunn Halldór um Evrópu og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Halldór er greinilega mjög nægjusamur maður og segist hann aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum. Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður. Halldór sagði söguna frá því þegar hann féll illa til jarðar á X-Games árið 2013. Í þættinum kom meðal annars í ljós að Halldór hefur fjárfest vel og á eignir á Akureyri, Stokkhólmi, á Spáni og í Mónakó. Halldór hefur í gegnum tíðina meiðst töluvert við snjóbrettaiðkun og oftar en ekki rotast og fengið heilahristing. Árið 2013 á X-Games slasaðist Halldór illa þegar hann reyndi stökk sem hann hafði aldrei áður prófað og sagði hann þá sögu í þættinum í gær. „Maður var hálf ódauðlegur á þessum tíma eða það hélt maður,“ segir Halldór Helgason í þættinum í gær þegar atvikið var rætt. Halldór fékk mikinn heilahristinn við fallið. „Ég rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja illa. Ég vaknaði síðan á sjúkrahúsinu og læknarnir segja við mig að ég megi ekki gera neitt á næstunni. Þannig að daginn eftir fór ég á djammið og var á djamminu í svona viku. Hélt svo beint áfram að taka upp efni eftir það en það var fyrir Nike myndina sem var risastór snjóbrettamynd. Svo byrja ég bara að detta út og vissi ekki einu sinni hvar ég var.“ Halldór segir að þá hafi hann brotnað niður og hugsað að þetta væri ekki í lagi. „Ég fór loksins að tékka á þessu alveg þremur mánuðum eftir og þá kom í ljós að ég var enn þá með bólgur í heilanum út af því ég slakaði ekkert á. Ég mátti þá ekki gera neitt í sex mánuði og langaði ekkert að gera.“ Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Atvinnumönnunum okkar sem hefur vakið mikla athygli frá því í gærkvöldi. Atvinnumennirnir okkar Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Fyrsti þátturinn í þriðju seríunni af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum var snjóbrettakappinn Halldór Helgason gestur og elti Auðunn Halldór um Evrópu og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Halldór er greinilega mjög nægjusamur maður og segist hann aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum. Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður. Halldór sagði söguna frá því þegar hann féll illa til jarðar á X-Games árið 2013. Í þættinum kom meðal annars í ljós að Halldór hefur fjárfest vel og á eignir á Akureyri, Stokkhólmi, á Spáni og í Mónakó. Halldór hefur í gegnum tíðina meiðst töluvert við snjóbrettaiðkun og oftar en ekki rotast og fengið heilahristing. Árið 2013 á X-Games slasaðist Halldór illa þegar hann reyndi stökk sem hann hafði aldrei áður prófað og sagði hann þá sögu í þættinum í gær. „Maður var hálf ódauðlegur á þessum tíma eða það hélt maður,“ segir Halldór Helgason í þættinum í gær þegar atvikið var rætt. Halldór fékk mikinn heilahristinn við fallið. „Ég rotaðist alveg virkilega illa, alveg svona nálægt því að deyja illa. Ég vaknaði síðan á sjúkrahúsinu og læknarnir segja við mig að ég megi ekki gera neitt á næstunni. Þannig að daginn eftir fór ég á djammið og var á djamminu í svona viku. Hélt svo beint áfram að taka upp efni eftir það en það var fyrir Nike myndina sem var risastór snjóbrettamynd. Svo byrja ég bara að detta út og vissi ekki einu sinni hvar ég var.“ Halldór segir að þá hafi hann brotnað niður og hugsað að þetta væri ekki í lagi. „Ég fór loksins að tékka á þessu alveg þremur mánuðum eftir og þá kom í ljós að ég var enn þá með bólgur í heilanum út af því ég slakaði ekkert á. Ég mátti þá ekki gera neitt í sex mánuði og langaði ekkert að gera.“ Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Atvinnumönnunum okkar sem hefur vakið mikla athygli frá því í gærkvöldi.
Atvinnumennirnir okkar Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53
Halldór Helgason fer á kostum í nýju myndbandi frá Nike Eitt svakalegasta atriði myndarinnar er þegar Halldór tekur heljarstökk milli tveggja bygginga á Akureyri með stuðningskraga um hálsinn. 16. september 2013 14:52
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning