Menning

Sýningin Útlína opnuð í Gerðarsafni

Andri Eysteinsson skrifar
Sýningin Útlína stendur yfir til byrjunar júní mánaðar.
Sýningin Útlína stendur yfir til byrjunar júní mánaðar. Gerðarsafb

Listasýning Útlína var í dag opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Verkin á sýningunni eru öll úr safneign safnsins og eru verkin frá árinu 1950 til dagsins í dag.

Við opnun sýningarinnar nutu safngestir leiðsagnar sýningarstjóranna Brynju Sveinsdóttur og Hrafnhildar Gissurardóttur. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Gerður Helgadóttir, sem safnið er nefnt eftir, Barbara Árnason, Rúrí, Theresa Himmer, Katrín Sigurðardóttir og Valgerður Briem.

Sýningin Útlína mun standa yfir í Gerðarsafni til 2. júní næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.