Menning

Sýningin Útlína opnuð í Gerðarsafni

Andri Eysteinsson skrifar
Sýningin Útlína stendur yfir til byrjunar júní mánaðar.
Sýningin Útlína stendur yfir til byrjunar júní mánaðar. Gerðarsafb
Listasýning Útlína var í dag opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Verkin á sýningunni eru öll úr safneign safnsins og eru verkin frá árinu 1950 til dagsins í dag.Við opnun sýningarinnar nutu safngestir leiðsagnar sýningarstjóranna Brynju Sveinsdóttur og Hrafnhildar Gissurardóttur. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Gerður Helgadóttir, sem safnið er nefnt eftir, Barbara Árnason, Rúrí, Theresa Himmer, Katrín Sigurðardóttir og Valgerður Briem.Sýningin Útlína mun standa yfir í Gerðarsafni til 2. júní næstkomandi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.