Sport

María og Sturla eru Íslandsmeistarar í svigi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
María og Sturla með verðlaunagripina
María og Sturla með verðlaunagripina mynd/skí

María Finnbogadóttir og Sturla Snær Snorrason eru Íslandsmeistarar í svigi eftir sigursælan dag á lokamóti Skíðamóts Íslands í dag.

Svigkeppni mótsins fór fram á Dalvík og voru aðstæður eins góðar og þær verða, þó að sólbráð hafi þyngt aðeins færð í seinni ferðinni.

María, sem keppir fyrir Tindastól, fór ferðirnar tvær samanlagt á 1:51,68 mínútum. Aðeins örfáum sekúndubrotum munaði á Maríu og Freydísi Höllu Einarsdóttir sem kláraði á tímanum 1:51,81. Guðfinna Eir Þorleifsdóttir varð þriðja á 1:56,37.

Í karlaflokki var Sturla Snær úr Ármanni fljótastur og það nokkuð örugglega. Hann kláraði á 1:46,43 mínútum, næstur kom Georg Fannar Þórðarson á 1:50,73. Bronsið hlaut Jón Óskar Andrésson á 1:52,12.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.