Gísli Einars fer um sveitir á sínum uppgerða forna Land Rover Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2019 13:30 Gísli er vinsæll sjónvarpsmaður og skemmtikraftur. „Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.Land Rover-inn tekinn í gegn Í byrjun mars á síðasta ári var loks ráðist í endurreisn Land Roversins og fór það þannig að tengdasonurinn, Ingi Björn Ragnarsson, sá um vinnuna að mestu leyti og þar var ekki kastað til höndum, allt tekið í sundur og skipt um eða lagað með vandvirkni. Sjálfur pússaði hann bílinn og gerði það sem krafðist ekki mikilla hæfileika. Öll málningarvinna var unnin af Hjálmi Árnasyni hjá Búhagur ehf á Skarði í Lundarreykjadal. Aðrir sem komu að verkinu voru Kári Gíslason, Friðrik Pálmi Pálmason, Jón Ingi Þórðarson, Rakel Bryndís Gísladóttir, Pálmi Rögnvaldsson og Haukur Þórðarson. Nokkrir vinir Gísla gáfu Gísla bifreiðina í afmælisgjöf fyrir tólf árum. Er sveitamaður fyrst og síðast „Þetta tók vissulega tíma en þetta var tekið alveg í tætlur. Ég er mikill Land Rover maður en ég er aðallega sveitamaður. Það er partur af því að vera sveitamaður að eiga Land Rover og algjört stöðutákn og hentar mér miklu betur heldur en Buick eða Benz. Það er síðan bara unaðsleg tilfinning að horfa á þessar fallegu línu og einstaka sköpunarverk. Það er enginn bíll hannaður eins fullkomlega og fjölbreyttur eins og Land Roverinn. Þetta var notað í hernaði, sem faratæki á vegum og vegleysum og svo var þetta landbúnaðartæki,“ segir Gísli og bætir við að það krefjist þolinmæði að keyra um á bílnum.„Þetta er svona núvitundarbíll því maður fer ekkert hratt á þessu. Þú verður að horfa inn á við og það er nægur tími til þess,“ segir Gísli sem ætlar að nota bílinn sparlega. Hér neðar má sjá myndbandið sem Gísli sendi Vísi og sýnir hvernig Land Roverinn góði var gerður upp. Bílar Tímamót Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
„Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.Land Rover-inn tekinn í gegn Í byrjun mars á síðasta ári var loks ráðist í endurreisn Land Roversins og fór það þannig að tengdasonurinn, Ingi Björn Ragnarsson, sá um vinnuna að mestu leyti og þar var ekki kastað til höndum, allt tekið í sundur og skipt um eða lagað með vandvirkni. Sjálfur pússaði hann bílinn og gerði það sem krafðist ekki mikilla hæfileika. Öll málningarvinna var unnin af Hjálmi Árnasyni hjá Búhagur ehf á Skarði í Lundarreykjadal. Aðrir sem komu að verkinu voru Kári Gíslason, Friðrik Pálmi Pálmason, Jón Ingi Þórðarson, Rakel Bryndís Gísladóttir, Pálmi Rögnvaldsson og Haukur Þórðarson. Nokkrir vinir Gísla gáfu Gísla bifreiðina í afmælisgjöf fyrir tólf árum. Er sveitamaður fyrst og síðast „Þetta tók vissulega tíma en þetta var tekið alveg í tætlur. Ég er mikill Land Rover maður en ég er aðallega sveitamaður. Það er partur af því að vera sveitamaður að eiga Land Rover og algjört stöðutákn og hentar mér miklu betur heldur en Buick eða Benz. Það er síðan bara unaðsleg tilfinning að horfa á þessar fallegu línu og einstaka sköpunarverk. Það er enginn bíll hannaður eins fullkomlega og fjölbreyttur eins og Land Roverinn. Þetta var notað í hernaði, sem faratæki á vegum og vegleysum og svo var þetta landbúnaðartæki,“ segir Gísli og bætir við að það krefjist þolinmæði að keyra um á bílnum.„Þetta er svona núvitundarbíll því maður fer ekkert hratt á þessu. Þú verður að horfa inn á við og það er nægur tími til þess,“ segir Gísli sem ætlar að nota bílinn sparlega. Hér neðar má sjá myndbandið sem Gísli sendi Vísi og sýnir hvernig Land Roverinn góði var gerður upp.
Bílar Tímamót Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira