Lífið

„Leitt að heyra að Elísabet hafi misst starfið sem WOW air flugfreyja“

Sylvía Hall skrifar
Dragtin er í sama lit og búningar WOW starfsmanna.
Dragtin er í sama lit og búningar WOW starfsmanna. Vísir/Getty
Mikið hefur verið fjallað um fall WOW air, bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Á fimmtudag var tilkynnt að flugfélagið hefði hætt starfsemi að fullu og öllum flugum félagsins aflýst.

Breska fréttaveitan Press Association sagði um þúsundir Breta vera strandaglópa í kjölfar gjaldþrotsins en þó hafa ýmsir netverjar fundið skoplega hlið á annars leiðinlegu máli.

Twitter-notandinn @iflyplaces birti mynd af Elísabetu II Bretadrottningu í bleikri dragt þar sem hann segir leiðinlegt að heyra að drottningin hafi misst starfið sem flugfreyja félagsins, en dragtin þykir svipa til einkennisbúninga starfsmanna WOW.

Tístið hefur vakið kátínu meðal margra en þegar þetta er skrifað hafa um 650 notendur líkað við tístið.


Tengdar fréttir

Íslendingar gantast með ófarir WOW

Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé.

Klámsíða býður strandaglópum WOW fría áskrift

Klámsíðan Brazzers greinir frá því Twitter-reikningi fyrirtækisins að það ætli sér að bjóða farþegum sem eru strandaglópar vegna falls WOW air fría áskrift að vefsíðu Brazzers.

WOW á vörum Íslendinga

WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×