Lífið

Íslendingar gantast með ófarir WOW

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skúli Mogensen segist vera bjartsýnn á framhaldið.
Skúli Mogensen segist vera bjartsýnn á framhaldið.
Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. Viðræðum um aðkomu Icelandair að rekstri félagsins var slitið í gær.

Bogi Nils, forstjóri Icelandair, sagði í kjölfar viðræðuslitanna að rekstur og fjárhagsstaða WOW air væri með þeim hætti að forsvarmenn Icelandair treystu sér ekki til að halda áfram með málið.

Starfsfólk WOW Air deilir þessari mynd á samfélagsmyndum og hefur hún sést ótal sinnum í dag og í gær.
Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, segist ánægður með stöðuna í máli félagsins. Hann segist, í samtali við fréttastofu, hrærður yfir þeim ótrúlegu viðbrögðum sem starfsfólk félagsins hafi sýnt.

Ljóst er að staða flugfélagsins er þröng  og gæti allt farið á versta veg. Mikið er rætt um stöðu flugfélagsins á samfélagsmiðlum eins og svo oft þegar stór fréttamál koma upp. Margir gantast með málið á Twitter og slá í létta strengi.

Hér að neðan hefur Vísir tekið saman valin tíst um stóra WOW air málið og má lesa þau hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×