Lífið

Veikindi Jaggers valda frestun á tónleikaferðalagi

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Mick Jagger á tónleikum The Rolling Stones í Auckland árið 2014.
Mick Jagger á tónleikum The Rolling Stones í Auckland árið 2014. Getty/Fiona Goodall
Hljómsveitin Rolling Stones hefur frestað tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin og Kanada svo að Mick Jagger, söngvari hljómsveitarinnar geti leitað sér læknisaðstoðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hljómsveitin sendi frá sér í dag, laugardag.

Jagger hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á þessu, en hann tjáði sig á twitter um málið

 

Ekki hefur komið fram hver veikindi Jaggers eru, eða hvers vegna hann þurfi að leita sér læknisþjónustu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hljómsveitin neyðist til að fresta tónleikumaf völdum veikinda Jaggers, en þeir þurftu að aflýsa tónleikum í Las Vegas árið 2016 þegar Jagger sýktist af barkabólgu. Hljómsveitin hefur einnig þurft að fresta tónleikum vegna óhappa Keith Richards, gítarleikari hljómsveitarinnar, en það gerðist m.a. árið 1990 þegar hann fékk sýkingu í fingur. Árið 1998 þurfti að fresta tónleikaferð um Evrópu vegna þess að Richards datt úr stiga á heimili sínu. Einnig þurfti hljómsveitin að fresta tónleikum árið 2006 eftir að Richards datt úr kókoshnetutré þegar hann var á ferðalagi. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×