Lífið

Ræstitæknir heillaði dómarana í American Idol

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jeremiah Lloyd Harmon gæti hæglega farið alla leið í ár.
Jeremiah Lloyd Harmon gæti hæglega farið alla leið í ár.
Jeremiah Lloyd Harmon mætti í áheyrnarprufu í skemmtiþáttunum American Idol á dögunum og flutti lagið Almost Heaven.

Harmon starfar sem ræstitæknir í kirkju í Bandaríkjunum en faðir hans er prestur í kirkjunni. Harmon átti sig fyrst á því að hann væri samkynhneigður þegar hann var níu ára og hefur hann lengi vel upplifað sig út undan innan kirkjunnar.

Fyrir þremur árum kom hann út úr skápnum fyrir fjölskyldu sinni og tók hún fréttunum ekki nægilega vel.

Þessi 25 ára tónlistarmaður vakti athygli dómnefndar með óaðfinnanlegum flutningi eins og sjá má hér að neðan en Harmon samdi lagið sjálfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×