Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 12:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019 - 2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. vísir/vilhelm Ríkið mun styrkja uppbyggingu innviða og önnur verkefni á 130 fjölförnum stöðum á landinu á næstu þremur árum og að auki setja 1,3 milljarða til landvörslu. Markmiðið er halda áfram uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingu ferðamannastaða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Verkefni á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið hljóta styrki upp á 3,5 milljarða á næstu þremur árum og 1,3 milljarðar að auki fara sérstaklega til landvörslu. Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. „Það eru náttúrlega verkefni á stöðum innan þjóðgarðanna sem eru talsvert stór. Bæði Þingvallaþjóðgarðs, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Síðan eru svæði eins og Gullfoss og Geysir og önnur svæði sem eru mjög fjölsótt sem eru að fá talsverðar upphæðir á næstu þremur árum,” segir Guðmundur Ingi.Frá Gullfossi.Vísir/VilhelmAllt frá salernum til göngu- hjóla- og reiðstíga Verkefnin séu margvísleg eins og til dæmis að leggja stíga til að verja staði fyrir ágangi ferðamanna eða bygging salernishúsa. Þá verði unnið í ákveðnum gönguleiðum eins og Laugarvegi frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og í nýrri hjóla- og reiðleið frá Ásbyrgi að Dettifossi. Verkefnin dreifist um allt land. Sums staðar sé um hreinar björgunaraðgerðir að ræða á svæðum sem farið hafi illa vegna ágangs. „Það eru algerlega þannig verkefni. Það er hægt að nefna sem dæmi Látrabjarg, Fjaðrárgljúfur. Einnig gjána inn í Þjórsárdal og miklu fleiri verkefni þar sem einmitt er verið að bregðast við bráðavanda,” segir umhverfisráðherra. Nú séu að verða vatnaskil í þessum málum og hægt að horfa bjartari augum til framtíðar. „Með því að koma þessu fjármagni núna í vinnu erum við að horfa til þess að á næstu árum verði náttúruperlurnar okkar í fyrsta lagi betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum. Í öðru lagi erum við líka að setja fjármagn í að hönnun þessarra innviða sé með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af náttúrunni. Í þriðja lagi erum við líka að bæta í landvörslu. Sem skiptir miklu máli við að stýra umferð á þessum svæðum. Skiptir máli þegar kemur að jákvæðri upplifun ferðamanna vegan fræðslu og upplýsingagjafar og þar fram eftir götunum,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ríkið mun styrkja uppbyggingu innviða og önnur verkefni á 130 fjölförnum stöðum á landinu á næstu þremur árum og að auki setja 1,3 milljarða til landvörslu. Markmiðið er halda áfram uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingu ferðamannastaða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Verkefni á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið hljóta styrki upp á 3,5 milljarða á næstu þremur árum og 1,3 milljarðar að auki fara sérstaklega til landvörslu. Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. „Það eru náttúrlega verkefni á stöðum innan þjóðgarðanna sem eru talsvert stór. Bæði Þingvallaþjóðgarðs, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Síðan eru svæði eins og Gullfoss og Geysir og önnur svæði sem eru mjög fjölsótt sem eru að fá talsverðar upphæðir á næstu þremur árum,” segir Guðmundur Ingi.Frá Gullfossi.Vísir/VilhelmAllt frá salernum til göngu- hjóla- og reiðstíga Verkefnin séu margvísleg eins og til dæmis að leggja stíga til að verja staði fyrir ágangi ferðamanna eða bygging salernishúsa. Þá verði unnið í ákveðnum gönguleiðum eins og Laugarvegi frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og í nýrri hjóla- og reiðleið frá Ásbyrgi að Dettifossi. Verkefnin dreifist um allt land. Sums staðar sé um hreinar björgunaraðgerðir að ræða á svæðum sem farið hafi illa vegna ágangs. „Það eru algerlega þannig verkefni. Það er hægt að nefna sem dæmi Látrabjarg, Fjaðrárgljúfur. Einnig gjána inn í Þjórsárdal og miklu fleiri verkefni þar sem einmitt er verið að bregðast við bráðavanda,” segir umhverfisráðherra. Nú séu að verða vatnaskil í þessum málum og hægt að horfa bjartari augum til framtíðar. „Með því að koma þessu fjármagni núna í vinnu erum við að horfa til þess að á næstu árum verði náttúruperlurnar okkar í fyrsta lagi betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum. Í öðru lagi erum við líka að setja fjármagn í að hönnun þessarra innviða sé með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af náttúrunni. Í þriðja lagi erum við líka að bæta í landvörslu. Sem skiptir miklu máli við að stýra umferð á þessum svæðum. Skiptir máli þegar kemur að jákvæðri upplifun ferðamanna vegan fræðslu og upplýsingagjafar og þar fram eftir götunum,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03