Lífið

Skúli þakkar fyrir sig

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skúli Mogensen stofnandi WOW air.
Skúli Mogensen stofnandi WOW air. Vísir/Friðrik
Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, þakkar fyrir sig á tilfinningaþrunginn hátt í færslu sem hann birti á Instagram í kvöld eftir örlagaríkan og erfiðan dag fyrir alla þá sem tengjast flugfélaginu fallna.

„Ferðalag lífs míns! Takk fyrir,“ skrifar Skúli á Instagram við mynd af Airbus-þotu flugfélagsins sem virðist vera að fljúga út í eilífðina, í fallegu sólsetri yfir Reykjanesskaganum.

Kveðjur til Skúla hrannast inn í athugasemdum við færsluna og ljóst er að mörgum þótti afar vænt um flugfélagið, ekki síst starfsmönnum þess sem margir hverjir kvöddu flugfélagið með hjartnænum hætti á samfélagsmiðlum í dag eftir að ljóst var að flugfélagið var komið í gjaldþrot.

Skúli ritaði einnig bréf til starfsmanna félagsins í morgun, skömmu eftir að tilkynnt var um að það hefði hætt starfsemi.

„Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfum mér fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr þar sem það er aug­ljóst að WOW var ótrúlegt flugfélag og við vorum á réttri leið að gera frábæra hluti aftur,“ skrifaði Skúli en bréfið má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“

Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið.

WOW á vörum Íslendinga

WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×