Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2019 09:03 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. Fimm dómarar dæmdu honum í hag en tveir skiluðu sératkvæði.Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn er harðorður í garð ráðherra. Þar segir að Sigríður hafi við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Mannréttindadómstóllinn segir jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Dómstóllinn dæmdi ríkið til að greiða honum 15 þúsund evrur í málskostnað vegna málsins, jafnvirði rúmlega tveggja milljóna króna. Maðurinn, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti þannig að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, skaut málinu strax til MDE. Einsdæmi er að mál fái jafn skjóta meðferð hjá dómstólnum. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið stjórnsýslulög þar sem Sigríður gerði ekki rannsókn á hæfni þeirra umsækjenda sem hún tók fram yfir þá sem hæfnisnefnd gerði tillögu um. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. Fimm dómarar dæmdu honum í hag en tveir skiluðu sératkvæði.Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn er harðorður í garð ráðherra. Þar segir að Sigríður hafi við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Mannréttindadómstóllinn segir jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Dómstóllinn dæmdi ríkið til að greiða honum 15 þúsund evrur í málskostnað vegna málsins, jafnvirði rúmlega tveggja milljóna króna. Maðurinn, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti þannig að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins, skaut málinu strax til MDE. Einsdæmi er að mál fái jafn skjóta meðferð hjá dómstólnum. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið stjórnsýslulög þar sem Sigríður gerði ekki rannsókn á hæfni þeirra umsækjenda sem hún tók fram yfir þá sem hæfnisnefnd gerði tillögu um. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi. 11. júlí 2018 07:00