Sport

Tæp ein og hálf milljón búin að horfa á Gunnar dansa í spandexgallanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson verður líklega ekki í þessum galla á laugardaginn.
Gunnar Nelson verður líklega ekki í þessum galla á laugardaginn. mynd/mjölnir
Gunnar Nelson er kannski dulur og lætur ekki mikið fyrir sér fara nema þegar að hann er að afgreiða menn í búrinu í UFC en einu sinni á ári sleppir hann sér alveg í hinum víðfrægu árshátíðarmyndböndum Mjölnis.

Þetta árið var gerð eftirlíking af kynþokkafulla tónlistarmyndbandinu Call on me eftir lagi Eric Prydz sem kom út árið 2004 en þar voru glæsilegar konur í ansi litlum klæðnaði að taka á því í ræktinni.

Hjá Mjölnisfólkinu voru að sjálfsögðu bæði karlar og konur sem tóku á því í bráðskemmtilega myndbandi þar sem að Gunnar Nelson var sjálfur í níðþröngum spandexgalla að gera áhugaverðar æfingar.



 
 
 
View this post on Instagram
An inside look at @GunniNelson's training camp  #UFCLondon

A post shared by ufc (@ufc) on Mar 11, 2019 at 2:24pm PDT

Myndbandið hefur heldur betur vakið athygli erlendis en Instagram-síða UFC birti bút úr því hjá sér og er myndbandið komið með tæplega 1,5 milljónir áhorfa. Það er eitt vinsælasta myndbandið hjá þeim en UFC er með 13,1 milljón fylgjenda á Instagram.

Gunnar mun vafalítið fá spurningar um þetta skemmtilega myndband á næstu dögum þegar að hann þarf að svara spurningum blaðamanna í aðdraganda bardagans stóra í Lundúnum sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið.

Vísir er að sjálfsögðu á staðnum og flytur ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari þar til að hann hefur lokið sér af í búrinu á laugardagskvöldið.

Aðalhlutverkið í myndbandinu leikur María Nelson, systir Gunnars, sem leikstýrði því sömuleiðis en Garpur Ingason Elísabetarson sá um að taka upp og klippa það.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×