Innlent

Kanna þarf matarvenjur Íslendinga vegna fjölgunar grænkera erlendis

Sighvatur Jónsson skrifar
Formaður Neytendasamtakanna hvetur til þess að könnun verði gerð á matarvenjum Íslendinga en sú síðasta var gerð fyrir rúmum áratug. Hann segir að í nágrannalöndum fjölgi hratt í hópi ungs fólks sem leggur áherslu á ýmis konar grænmetisfæði.

Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum heimsótti fyrir hálfum mánuði starfsfélaga sína hjá samtökum sænskra neytenda. Það kom honum á óvart hversu margir ungir Svíar leggja orðið áherslu á annað en dýraafurðir í mataræði sínu. Samkvæmt nýlegri könnun neytir um fjórðungur fólks í Svíþjóð undir þrítugu grænmetisfæðis.

„Þetta er þróun sem ég hef heyrt að sé að byrja hér, við erum nokkrum árum á eftir Skandinavíu. Þetta er þróun sem fer undir radarinn hjá okkur af því að við gerum engar rannsóknir til að kanna þessi mál,“ segir Breki.

Hann kallar eftir því að gerðar verði víðtækar neytendarannsóknir hér á landi svo móta megi framtíðarsýn um matarvenjur landsmanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.