Lífið

Bakvið tjöldin á setti Game of Thrones: Hlutverk áhættuleikara mikilvægt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áhættuleikararnir eru í stóru hlutverki í Game of Thrones.
Áhættuleikararnir eru í stóru hlutverki í Game of Thrones.

Í apríl hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 eins og vanalega.

Fyrsti þátturinn fer í loftið 14. apríl vestanhafs og verður fyrsti þátturinn sýndur á sama tíma í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Ótal áhættuleikarar koma við sögu í Game of Thrones og í gær gaf HBO út myndband þar sem farið er bakvið tjöldin og sýnt hvernig áhættuleikararnir bera sig í þáttunum.

Rowley Irlam, leikstjóri áhættuleika Game of Thrones, fer ítarlega yfir þeirra hlutverk eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.