Miðasala á Eurovision stöðvuð: Grunur um að tveir af kynnunum ásamt öðrum hafi tryggt sér bestu sætin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 17:45 Keppnin verður haldin í Tel Aviv þetta árið. EPA/ATEF SAFADI Miðasölu á Eurovision, sem haldin verður í Ísrael, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að grunur vaknaði um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað er miðasalan hófst. Svo virðist sem að háttsettir einstaklingar innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins hafi tryggt sér 300 af bestu sætunum í höllinni þar sem halda á keppnina. Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu í dag en á vef Ynet segir að talið sé að tveir af kynnum keppninnar, þeir Erez Tal og Assi Azar, hafi verið á meðal þeirra sem tókst að tryggja sér sinn skerf af bestu sætunum. Er vísað í yfirlýsingu ísraelska ríkissjónvarpsins (KAN) þar sem segir að farið hafi farið fram á það við miðasölusíðuna sem sá um miðasöluna að hún yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri rannsakað. Eftirlitskerfi miðasölusíðunnar vakti athygli á óeðlilegum færslum og segir KAN að svo virðist sem að fjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til þess að hafa „áhrif á söluna“Segjast aðeins hafa fylgt fyrirmælum Það hafi gert það að verkum að miðar fyrir um 300 af bestu sætum tónleikahallarinnar í Tel Aviv þar sem Eurovision fer fram í maí hafi farið til háttsettra einstaklinga innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins, þar á meðal kynnanna tveggja, í stað almennings, þrátt fyrir skýr fyrirmæli KAN um að þau sætI ættu að fara í almenna sölu. Forráðamenn miðasölusíðunnar segja hins vegar að sum sætanna hafi verið frátekin að beiðni KAN og að vefsíðan hafi aðeins fylgt þeim fyrirmælum. Ynet hefur eftir heimildarmanni sínum að kynnarnir tveir sem tryggði sér hluta sætanna hafi greitt fullt verð fyrir miðana og hafi ekki talið sig verið að gera eitthvað rangt. Miðasalan hófst á fimmtudaginn og á innan við tveimur tímum var uppselt á úrslitakvöld Eurovision sem haldið verður 18. maí. Enn eru þó til miðar á undanúrslitakvöldin tvö þann 14. og 16. maí.Hatari tekur þátt fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra. Munu þeir stíga á svið þann 14. maí. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
Miðasölu á Eurovision, sem haldin verður í Ísrael, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að grunur vaknaði um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað er miðasalan hófst. Svo virðist sem að háttsettir einstaklingar innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins hafi tryggt sér 300 af bestu sætunum í höllinni þar sem halda á keppnina. Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu í dag en á vef Ynet segir að talið sé að tveir af kynnum keppninnar, þeir Erez Tal og Assi Azar, hafi verið á meðal þeirra sem tókst að tryggja sér sinn skerf af bestu sætunum. Er vísað í yfirlýsingu ísraelska ríkissjónvarpsins (KAN) þar sem segir að farið hafi farið fram á það við miðasölusíðuna sem sá um miðasöluna að hún yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri rannsakað. Eftirlitskerfi miðasölusíðunnar vakti athygli á óeðlilegum færslum og segir KAN að svo virðist sem að fjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til þess að hafa „áhrif á söluna“Segjast aðeins hafa fylgt fyrirmælum Það hafi gert það að verkum að miðar fyrir um 300 af bestu sætum tónleikahallarinnar í Tel Aviv þar sem Eurovision fer fram í maí hafi farið til háttsettra einstaklinga innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins, þar á meðal kynnanna tveggja, í stað almennings, þrátt fyrir skýr fyrirmæli KAN um að þau sætI ættu að fara í almenna sölu. Forráðamenn miðasölusíðunnar segja hins vegar að sum sætanna hafi verið frátekin að beiðni KAN og að vefsíðan hafi aðeins fylgt þeim fyrirmælum. Ynet hefur eftir heimildarmanni sínum að kynnarnir tveir sem tryggði sér hluta sætanna hafi greitt fullt verð fyrir miðana og hafi ekki talið sig verið að gera eitthvað rangt. Miðasalan hófst á fimmtudaginn og á innan við tveimur tímum var uppselt á úrslitakvöld Eurovision sem haldið verður 18. maí. Enn eru þó til miðar á undanúrslitakvöldin tvö þann 14. og 16. maí.Hatari tekur þátt fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra. Munu þeir stíga á svið þann 14. maí.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15
Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27