Þjökuð af samviskubiti eftir síðasta símtalið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2019 16:45 Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. Fyrir röskum tveimur árum eignaðist hún tvíbura, faðir þeira sat í fangelsi. Tvíburarnir voru veikburða, lágu á vökudeild til að byrja með og öðrum þeirra var ekki hugað líf. Þegar þeir voru rúmlega fimm mánaða áttu hún erfitt símtal við barnsföður sinn úr fangelsinu. Sama dag svipti hann sig lífi. Þegar Lóa Pind hitti Höllu Björg fyrst var hún í miðri óeigingjarnri vegferð. Barnsfaðir hennar nýbúinn að svipta sig lífi og svipta börn þeirra föður. En hún var að búa sig undir að gefa líf. „Ég er smá stressuð sko, það er bara þannig,“ segir Halla Björg. „Við vorum búin að eiga samskipti þennan morgun 4. mars 2017 og þá einhvern veginn kemst ég að því að hann er kominn aftur í neyslu.“ Hún lýsir því hve mikið samviskubit hún hafi verið með á þessum tíma af því að þau hafi ekki átt skemmtilegt símtal. „Og náttúrlega ótrúlega tætt eftir meðgöngu, eftir vökudeild, eftir að hafa fengið þær fréttir að barnið þitt myndi deyja tvisvar.“ Í myndbrotinu sem hér fylgir lýsir hún aðstæðum sínum þessa erfiðu daga í mars árið 2017. Halla er meðal viðmælenda í 2. þætti af „Viltu í alvöru deyja?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Hún lýsir í þættinum hvernig hún missti fótanna eftir sjálfsvíg barnsföður síns en náði á endanum áttum og býr í dag í fallegri íbúð ásamt þremur sonum sínum og gekk nýverið í gegnum eggheimtumeðferð til að hjálpa hjónum að eignast barn. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. En eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Annar þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 21:10 annað kvöld, sunnudag. Þar er rætt við tvær konur sem stóðu ungar í þeim sporum að barnsfeður þeirra sviptu sig lífi og þær sátu einar eftir með börnin og reiðina og sorgina. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is Bíó og sjónvarp Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. Fyrir röskum tveimur árum eignaðist hún tvíbura, faðir þeira sat í fangelsi. Tvíburarnir voru veikburða, lágu á vökudeild til að byrja með og öðrum þeirra var ekki hugað líf. Þegar þeir voru rúmlega fimm mánaða áttu hún erfitt símtal við barnsföður sinn úr fangelsinu. Sama dag svipti hann sig lífi. Þegar Lóa Pind hitti Höllu Björg fyrst var hún í miðri óeigingjarnri vegferð. Barnsfaðir hennar nýbúinn að svipta sig lífi og svipta börn þeirra föður. En hún var að búa sig undir að gefa líf. „Ég er smá stressuð sko, það er bara þannig,“ segir Halla Björg. „Við vorum búin að eiga samskipti þennan morgun 4. mars 2017 og þá einhvern veginn kemst ég að því að hann er kominn aftur í neyslu.“ Hún lýsir því hve mikið samviskubit hún hafi verið með á þessum tíma af því að þau hafi ekki átt skemmtilegt símtal. „Og náttúrlega ótrúlega tætt eftir meðgöngu, eftir vökudeild, eftir að hafa fengið þær fréttir að barnið þitt myndi deyja tvisvar.“ Í myndbrotinu sem hér fylgir lýsir hún aðstæðum sínum þessa erfiðu daga í mars árið 2017. Halla er meðal viðmælenda í 2. þætti af „Viltu í alvöru deyja?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Hún lýsir í þættinum hvernig hún missti fótanna eftir sjálfsvíg barnsföður síns en náði á endanum áttum og býr í dag í fallegri íbúð ásamt þremur sonum sínum og gekk nýverið í gegnum eggheimtumeðferð til að hjálpa hjónum að eignast barn. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. En eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Annar þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 21:10 annað kvöld, sunnudag. Þar er rætt við tvær konur sem stóðu ungar í þeim sporum að barnsfeður þeirra sviptu sig lífi og þær sátu einar eftir með börnin og reiðina og sorgina. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is
Bíó og sjónvarp Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira