Vera Einarsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi félagsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Vera er félagsráðgjafi að mennt en hefur lengst af starfað sem blaðamaður og ritstjóri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Fréttablaðinu árið 2007 og leiddi sérblaða- og kynningardeild blaðsins á árunum 2012 til 2017.
Þá hefur hún einnig starfað sem verktaki hjá Barnavernd Reykjavíkur.

