Innlent

Farþegaskipum fjölgar um 24% milli ára

Andri Eysteinsson skrifar
Hið 345 metra langa skip Queen Mary 2 er væntanlegt í júlí. Aldrei hefur jafn langt skip lagt að í Reykjavík.
Hið 345 metra langa skip Queen Mary 2 er væntanlegt í júlí. Aldrei hefur jafn langt skip lagt að í Reykjavík. Getty/James D. Morgan

Áætluð fjölgun farþegaskipa sem koma munu til Faxaflóahafna er rúm 24% milli ára og fjölgun farþega um 22%. Alls eru áætlaðar 200 skipakomur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 190.269 farþega. Þetta kemur fram á vef Faxaflóahafna.

Fyrsta farþegaskipið kemur til landsins föstudaginn 15.mars, um er að ræða skipið Astoria sem er gert úr af fyrirtækinu Cruise and Maritime Voyages. Aðalástæðan fyrir komum farþegaskipa á þessum árstíma er aukinn áhugi á norðurljósasiglingum.

Fjöldi farþegaskipa munu koma reglulega til Faxaflóahafna í sumar má þar helst nefna skipið Ocean Diamond sem mun alls koma 16 sinnum í höfn.

19.júlí næstkomandi mun Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 koma til Reykjavíkur en skipið er 345 metra langt og því það lengsta sem komið hefur til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Farþegafjöldi skemmtiferða stóreykst

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðherra segir að það stefni í metfjölda skemmtiferðaskipa til landsins á komandi sumri. „Samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna hafa nú þegar 77 erlend skemmtiferðaskip tilkynnt um komu sína komandi sumar. Áætlun Faxaflóahafna miðar við 100 þúsund erlenda gesti með skemmtiferðaskipum í sumar samanborið við 63 þúsund í fyrra. Það er 59% aukning!,“ segir í grein Steingríms J. Sigfússonar, efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðherra, í Fréttablaðinu.

Fyrsta skipið til Seyðisfjarðar

Fyrsta skemmtiferða­skip sumarsins lagðist að bryggju við Strandarbakka hér á Seyðisfirði í gær. Með skipinu eru rúmlega 500 farþegar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.