Spennandi blanda afrískrar og franskrar matargerðar á Apótek Apótek kynnir 22. febrúar 2019 15:15 Georgiana Viou mun kokka upp storm á Apótek á Food and fun. @chicboxphotograpy Kolkrabbi með sykraðri sítrónu og rækjusnjór verður meðal þess sem gestir Apóteks geta smakkað á Food and fun en franska matreiðslustjarnan Georgiana Viou mun kokka. Food and fun fer nú fram í átjánda sinn í Reykjavík dagana 27. Febrúar til 3. Mars og hefur Apótek boðið gestum upp á sannkallaðar veislur undanfarin ár. Þetta árið verður engin undantekning. Georgiana töfrar fram spennandi blöndu af afrískri og suður-franskri matargerðarlist. „Við erum gríðarlega spennt að fá þennan töffara í eldhúsið til okkar. Chef Georgiana er sjálfssköpuð matreiðslustjarna,“ segir Carlos Gimenez, matreiðslumeistari hjá Apótek. „Gestir eiga von á frábærri matarupplifun og góðri stemmingu þar sem við blöndum saman okkar aðferðum og hennar. Við viljum að fólk njóti þess að vera til þegar það borðar hjá okkur,“ segir hann.Ástríða í eldhúsinuGeorgiana hefur mikla ástríðu fyrir matargerð. Hún er alin upp í Afríkuríkinu Benín en lærði í París og stundaði meðal annars starfsnám á virtustu veitingahúsum borgarinnar, Michelin stjörnu veitingastaðnum Sarah and Sylvain og Hissa Takeushi. Þá hefur Georgiana hlotið fjölda viðurkenninga fyrir magnaða matargerð en hún blandar saman því besta úr fjölmenningarlegu samfélagi Benín og Suður- Frakklands. Árið 2011 gaf Georgiana út bæklinginn Ma cuisine de Marsseille og vinnur að bók um litríka þróun matargerðarlistar í Benín. Matarævintýri Gerorgiönu hófst fyrir alvöru þegar hún hlaut Le Tattinger des Cordons Bleus verðlaunin og var í framhaldinu boðin þátttaka í fyrsta franska Master Chef, árið 2010. Þar komst hún í úrslit. Fyrsta veitingahúsið opnaði hún árið 2015, Chez Georgiana, og hreppti verðlaunin Jeune Talents. Staðurinn hlaut góða dóma og náði athygli Georgian Anthony Bourdain og Chief Eric Rippert í tenglum við sjónvarpsþáttinn Parts unknown. Fyrir tveimur árum tók Georgiana þátt í opnun veitingahússins La Piscine og hélt um stjórnartaumana í eldhúsinu. Nú vinnur hún að því að opna nýjan og persónulegan veitingastað í París þar sem ofninn verður í forgrunni. Á nýja staðnum ætlar Georgiana sér að blanda saman matreiðsluarfi, bókmenntum og ferðalagi um Benín og endurskilgreina staðbundna matreiðslu sem virðir hefðir og hráefni, eða cuisine dáuteur.Fjölbreyttari matarmenning með Food and funFood and fun fer nú fram í átjánda sinn og segir Carlos hátíðina hafa haft áhrif á matarmenninguna í Reykjavík „Hátíðin var fyrst haldin til þess að auka eftirspurnina á „low season“ tímabili ársins. Í dag er ekkert low season á veitingastöðum í Reykjavík en hátíðin hefur orðið til þess að matreiðslumenn veitingahúsanna kynnast nýjum hráefnum, nýjum aðferðum til að vinna hráefnin og komast í samband við heimsklassakokka frá öllum heimshornum. Food and fun hefur einnig ýtt undir kokteilmenningu landans þar sem árlega er haldin kokteilakeppni. Apótekið hefur einmitt borið sigur úr býtum í þeirri keppni síðustu tvö árin. Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Carlos. Matseðil Gergiönu má sjá hér fyrir neðan.6 rétta FOOD&FUN veislaHægelduð bleikja með grænmetis „escabeche”, reyktum kartöflum, gulrótar og lauk „coulis” og soðsósuÖnd með tamarind-sósu með sellerírótarmauki og perum og þurrkaðri og sýrðri sellerírótKolkrabbi með sykraðri sítrónu, kjúklingabauna-mousseline, heimagerðu mjúku harissa og sýrðum rauðlauk„Fiski gboman" Léttreyktur skarkoli með spínati, graskersfræ-dufti og rækjusnjóLamba rump með beinasósu, svartbaunum, bakaðri gulrót og Vierge-sósu„Mauresque” froða, fennel-marengs, sykraður fennel og sítrus-sorbetVerð 8.900 kr. Seðilinn er í boði frá kl. 17 og eingöngu er boðið upp Food&Fun menu á kvöldin á meðan hátíðin stendur yfir. Food and Fun Matur Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Sjá meira
Kolkrabbi með sykraðri sítrónu og rækjusnjór verður meðal þess sem gestir Apóteks geta smakkað á Food and fun en franska matreiðslustjarnan Georgiana Viou mun kokka. Food and fun fer nú fram í átjánda sinn í Reykjavík dagana 27. Febrúar til 3. Mars og hefur Apótek boðið gestum upp á sannkallaðar veislur undanfarin ár. Þetta árið verður engin undantekning. Georgiana töfrar fram spennandi blöndu af afrískri og suður-franskri matargerðarlist. „Við erum gríðarlega spennt að fá þennan töffara í eldhúsið til okkar. Chef Georgiana er sjálfssköpuð matreiðslustjarna,“ segir Carlos Gimenez, matreiðslumeistari hjá Apótek. „Gestir eiga von á frábærri matarupplifun og góðri stemmingu þar sem við blöndum saman okkar aðferðum og hennar. Við viljum að fólk njóti þess að vera til þegar það borðar hjá okkur,“ segir hann.Ástríða í eldhúsinuGeorgiana hefur mikla ástríðu fyrir matargerð. Hún er alin upp í Afríkuríkinu Benín en lærði í París og stundaði meðal annars starfsnám á virtustu veitingahúsum borgarinnar, Michelin stjörnu veitingastaðnum Sarah and Sylvain og Hissa Takeushi. Þá hefur Georgiana hlotið fjölda viðurkenninga fyrir magnaða matargerð en hún blandar saman því besta úr fjölmenningarlegu samfélagi Benín og Suður- Frakklands. Árið 2011 gaf Georgiana út bæklinginn Ma cuisine de Marsseille og vinnur að bók um litríka þróun matargerðarlistar í Benín. Matarævintýri Gerorgiönu hófst fyrir alvöru þegar hún hlaut Le Tattinger des Cordons Bleus verðlaunin og var í framhaldinu boðin þátttaka í fyrsta franska Master Chef, árið 2010. Þar komst hún í úrslit. Fyrsta veitingahúsið opnaði hún árið 2015, Chez Georgiana, og hreppti verðlaunin Jeune Talents. Staðurinn hlaut góða dóma og náði athygli Georgian Anthony Bourdain og Chief Eric Rippert í tenglum við sjónvarpsþáttinn Parts unknown. Fyrir tveimur árum tók Georgiana þátt í opnun veitingahússins La Piscine og hélt um stjórnartaumana í eldhúsinu. Nú vinnur hún að því að opna nýjan og persónulegan veitingastað í París þar sem ofninn verður í forgrunni. Á nýja staðnum ætlar Georgiana sér að blanda saman matreiðsluarfi, bókmenntum og ferðalagi um Benín og endurskilgreina staðbundna matreiðslu sem virðir hefðir og hráefni, eða cuisine dáuteur.Fjölbreyttari matarmenning með Food and funFood and fun fer nú fram í átjánda sinn og segir Carlos hátíðina hafa haft áhrif á matarmenninguna í Reykjavík „Hátíðin var fyrst haldin til þess að auka eftirspurnina á „low season“ tímabili ársins. Í dag er ekkert low season á veitingastöðum í Reykjavík en hátíðin hefur orðið til þess að matreiðslumenn veitingahúsanna kynnast nýjum hráefnum, nýjum aðferðum til að vinna hráefnin og komast í samband við heimsklassakokka frá öllum heimshornum. Food and fun hefur einnig ýtt undir kokteilmenningu landans þar sem árlega er haldin kokteilakeppni. Apótekið hefur einmitt borið sigur úr býtum í þeirri keppni síðustu tvö árin. Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Carlos. Matseðil Gergiönu má sjá hér fyrir neðan.6 rétta FOOD&FUN veislaHægelduð bleikja með grænmetis „escabeche”, reyktum kartöflum, gulrótar og lauk „coulis” og soðsósuÖnd með tamarind-sósu með sellerírótarmauki og perum og þurrkaðri og sýrðri sellerírótKolkrabbi með sykraðri sítrónu, kjúklingabauna-mousseline, heimagerðu mjúku harissa og sýrðum rauðlauk„Fiski gboman" Léttreyktur skarkoli með spínati, graskersfræ-dufti og rækjusnjóLamba rump með beinasósu, svartbaunum, bakaðri gulrót og Vierge-sósu„Mauresque” froða, fennel-marengs, sykraður fennel og sítrus-sorbetVerð 8.900 kr. Seðilinn er í boði frá kl. 17 og eingöngu er boðið upp Food&Fun menu á kvöldin á meðan hátíðin stendur yfir.
Food and Fun Matur Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Sjá meira