Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 20:09 Sólborg Guðbrandsdóttir, Þórir Geir Guðmundsson og Hildur Sif Guðmundsdóttir. Áttan Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út „öllu Áttu draslinu“. Auk Instagram-síðunnar var einnig brotist inn á YouTube-reikning hópsins og eru nú tónlistarmyndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ hvergi sjáanleg. Myndbönd Áttunnar hafa hlotið mikið áhorf á YouTube og var „Neinei“ eitt vinsælasta lag ársins 2017 með meira en milljón áhorf. Á Instagram-reikning Áttunnar, attan_official, er líkt og fyrr sagði búið að eyða út öllum myndböndum hópsins og birta í staðinn myndband þar sem grímuklæddur maður segist standa á bakvið árásina. Myndbandið birtist einnig á YouTube-síðu Áttunnar undir heitinu „Útrýming Áttunnar“ og birtist þar grímuklæddur maður sem segir Áttuna vera allt það sem er að í nútíma samfélagi.Svona lítur Instagram-síða Áttunnar út eftir að öllu var eytt út. Eina sem stendur eftir er myndbandið sem boðar útrýmingu Áttunnar.SkjáskotKomst að þessu á sama tíma og allir aðrir Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnendum Áttunnar, vissi ekki hvað hefði átt sér stað þegar Vísir náði af honum tali nú fyrir skömmu. Allt í einu hafði hann farið að fá skilaboð um að efni hópsins hefði verið eytt af samfélagsmiðlareikningum þeirra og síminn hafi varla stoppað síðan. „Við erum bara í smá sjokki yfir þessu. Það er búið að henda öllu út, „Neinei“ og allt er farið út,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. Hann segir það rosalegt sjokk að myndböndunum hafi verið eytt og þetta hafi komið hópnum gríðarlega á óvart. „Við sáum þetta bara á sama tíma og allir aðrir. Við erum eitthvað að skoða þetta,“ sagði Nökkvi en grínaðist þó með að hann grunaði að einhver væri að gera sér grikk. Hann viti þó ekkert hver standi á bakvið samfélagsmiðlaárásina svokölluðu og biðlar til fólks að hafa samband við sig hafi það einhverjar upplýsingar. Hér að neðan má sjá myndbandið sem birtist á miðlum Áttunnar. Áttan Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Dóttir DeNiro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út „öllu Áttu draslinu“. Auk Instagram-síðunnar var einnig brotist inn á YouTube-reikning hópsins og eru nú tónlistarmyndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ hvergi sjáanleg. Myndbönd Áttunnar hafa hlotið mikið áhorf á YouTube og var „Neinei“ eitt vinsælasta lag ársins 2017 með meira en milljón áhorf. Á Instagram-reikning Áttunnar, attan_official, er líkt og fyrr sagði búið að eyða út öllum myndböndum hópsins og birta í staðinn myndband þar sem grímuklæddur maður segist standa á bakvið árásina. Myndbandið birtist einnig á YouTube-síðu Áttunnar undir heitinu „Útrýming Áttunnar“ og birtist þar grímuklæddur maður sem segir Áttuna vera allt það sem er að í nútíma samfélagi.Svona lítur Instagram-síða Áttunnar út eftir að öllu var eytt út. Eina sem stendur eftir er myndbandið sem boðar útrýmingu Áttunnar.SkjáskotKomst að þessu á sama tíma og allir aðrir Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnendum Áttunnar, vissi ekki hvað hefði átt sér stað þegar Vísir náði af honum tali nú fyrir skömmu. Allt í einu hafði hann farið að fá skilaboð um að efni hópsins hefði verið eytt af samfélagsmiðlareikningum þeirra og síminn hafi varla stoppað síðan. „Við erum bara í smá sjokki yfir þessu. Það er búið að henda öllu út, „Neinei“ og allt er farið út,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. Hann segir það rosalegt sjokk að myndböndunum hafi verið eytt og þetta hafi komið hópnum gríðarlega á óvart. „Við sáum þetta bara á sama tíma og allir aðrir. Við erum eitthvað að skoða þetta,“ sagði Nökkvi en grínaðist þó með að hann grunaði að einhver væri að gera sér grikk. Hann viti þó ekkert hver standi á bakvið samfélagsmiðlaárásina svokölluðu og biðlar til fólks að hafa samband við sig hafi það einhverjar upplýsingar. Hér að neðan má sjá myndbandið sem birtist á miðlum Áttunnar.
Áttan Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Dóttir DeNiro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira