Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 07:57 Stórleikarinn Ralph Fiennes á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í fyrra en þá hlaut hann sérstök heiðursverðlaun hátíðarinnar. vísir/getty Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. Frá þessu er greint í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í desember síðastliðnum var greint frá því að Reykjavíkurborg og íslenska ríkið hefðu sótt um að halda hátíðina hér á landi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að um samstarfsverkefni á milli borgarinnar og ríkisins sé að ræða. Viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna hafa staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttu um að halda hátíðina. Stofnað var til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 1988 og er megintilgangur þeirra að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Er hátíðin haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. „Hátíðin hefur laðað til sín erlenda gesti víða að úr kvikmyndaheiminum og vel á annað hundrað erlenda blaðamenn. Því má búast við að hátíðin í Reykjavík hljóti mikla umfjöllun og stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem ákjósanlegum áfangastað ferðamanna og tökustað fyrir kvikmyndir. Þá mun hátíðin beina athygli að íslenskri kvikmyndagerð og menningu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslendingar hafa nokkrum sinnum hlotið Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hilmar Örn Hilmarsson fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og árið 2000 var Björk Guðmundsdóttir hlutskörpust í flokki leikkvenna fyrir hlutverk sitt í mynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Björk hlaut einnig áhorfendaverðlaunin það ár fyrir leik sinn og Ingvar E. Sigurðsson hlaut áhorfendaverðlaun fyrir leik í Englum alheimsins í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hátíðin fór fram í Sevilla á Spáni á síðasta ári en hún hefur einnig farið fram í London, París, Róm, Barcelóna, Varsjá, Kaupmannahöfn, Tallin, Möltu, Riga og Wroclaw, svo dæmi séu nefnd. Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. Frá þessu er greint í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í desember síðastliðnum var greint frá því að Reykjavíkurborg og íslenska ríkið hefðu sótt um að halda hátíðina hér á landi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að um samstarfsverkefni á milli borgarinnar og ríkisins sé að ræða. Viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna hafa staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttu um að halda hátíðina. Stofnað var til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 1988 og er megintilgangur þeirra að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Er hátíðin haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. „Hátíðin hefur laðað til sín erlenda gesti víða að úr kvikmyndaheiminum og vel á annað hundrað erlenda blaðamenn. Því má búast við að hátíðin í Reykjavík hljóti mikla umfjöllun og stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem ákjósanlegum áfangastað ferðamanna og tökustað fyrir kvikmyndir. Þá mun hátíðin beina athygli að íslenskri kvikmyndagerð og menningu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslendingar hafa nokkrum sinnum hlotið Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hilmar Örn Hilmarsson fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og árið 2000 var Björk Guðmundsdóttir hlutskörpust í flokki leikkvenna fyrir hlutverk sitt í mynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Björk hlaut einnig áhorfendaverðlaunin það ár fyrir leik sinn og Ingvar E. Sigurðsson hlaut áhorfendaverðlaun fyrir leik í Englum alheimsins í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hátíðin fór fram í Sevilla á Spáni á síðasta ári en hún hefur einnig farið fram í London, París, Róm, Barcelóna, Varsjá, Kaupmannahöfn, Tallin, Möltu, Riga og Wroclaw, svo dæmi séu nefnd.
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40