Lífið

Sigmar fótbrotnaði eftir að hafa drýgt hetjudáð á Stiga-sleða

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður fótbrotnaði þega rhann var að kenna syni sínum á Stiga-sleða í dag.
Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður fótbrotnaði þega rhann var að kenna syni sínum á Stiga-sleða í dag.

Sigmar Guðmundsson fréttamaðurinn góðkunni á RÚV fótbrotnaði í dag þegar hann reyndi að kenna fimm ára syni sínum að renna sér á Stiga-sleða. Þrátt fyrir að hafa hvorki verið á mikilli ferð né í brattri brekku brotnaði hann illa. Hann er kominn í gifs og þarf að vera á hækjum næstu vikurnar.

„Ég er ánægður, ég er örugglega fyrsti maður í heimi sem get fótbrotnað með því að vera á Stiga-sleða á svo gott sem jafnsléttu,“ segir Sigmar glaður í bragði í samtali við Vísi.

Júlíana Einarsdóttir, unnusta Sigmars, var kona á réttri stund og stað því hún náði að fanga atvikið á myndband, vinum Sigmars til mikillar gleði.

Þetta er leiðindamál Sigmar!

„Það er það fyrir mig en virðist ekki vera það fyrir aðra,“ segir Sigmar sem neyddist til að sitja undir hlátrarsköllum unnustu sinnar og blaðamanns á meðan á viðtalinu stóð.

„Þetta gerðist klukkan hálf þrjú í dag og Júlíana er enn þá hlæjandi. Það er nú venjan að maður fái samúð þegar fólk beinbrotnar en það virðist ekki eiga við í þessu tilviki,“ segir Sigmar.

Sjálfur segist sleðakappinn vera þakklátur fyrir að vera á lífi eftir þessi ósköp í færslu sem hann skrifaði á Facebook.

„Og auðvitað ylja þær manni um hjartaræturnar samúðarkveðjurnar sem glittir í undir hæðnis og hlátrasköllum svokallaðra vina minna.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.