Getnaðarlimurinn í Gettu betur sendur út fyrir slysni Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. febrúar 2019 14:20 Úr útsendingu Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld. Skjáskot/RÚV Flennistór getnaðarlimur blasti við áhorfendum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskóli Suðurlands áttust við síðastliðið föstudagskvöld. Spurningahöfundur Gettu betur segir getnaðarliminn hafa verið sendan út fyrir slysni. Mynd af umræddum getnaðarlim má sjá neðar í fréttinni. Um var að ræða þriðju viðureignina í átta liða úrslitum og var komið að lið í keppninni sem nefnist „Þríhöfðinn“ þar sem keppendur horfðu á brot úr kvikmyndinni Fight Club frá árinu 1999 úr smiðju leikstjórans David Fincher. Typpið inn í undirmeðvitundina Fight Club segir frá manni, leiknum af Edward Norton, sem er haldinn miklum ranghugmyndum sökum svefnleysis. Hann vingast við mann að nafni Tyler Durden, leikinn af Brad Pitt, og bralla þeir ýmislegt saman, í það minnsta eftir því sem karakter Edward Nortons kemst næst. Í myndinni ræða félagarnir ýmis konar andóf til að hrista upp í stoðum nútímasamfélagsins sem er, að þeirra mati, gegnsýrt doða og tilgangsleysi. Durden segir til dæmis persónu Edward Norton, sem er ekki nafngreindur í myndinni en jafnan titlaður sem „Sögumaðurinn“, frá því þegar hann vann sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi. Umræddum getnaðarlim brá fyrir í sekúndubrot í beinni útsendingu. Hér má sjá skjáskot af typpinu sem tekið er af vef RÚV.Skjáskot/RÚV Á þeim tíma voru filmuvélar enn þá notaðar í kvikmyndahúsum og sagðist Durden gera sér það að leik að skeyta einum ramma úr klámmynd, sem sést aðeins í nokkur sekúndubrot, inn í barnamyndir. Það varð til þess að áhorfendum í salnum var sýndur getnaðarlimur inn á milli atriða í teiknimyndum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. David Fincher, leikstjóri Fight Club, ákvað að heimfæra uppátækið yfir á myndina sjálfa. Getnaðarlimurinn sést til dæmis í örskotsstund í lokasenu myndarinnar þar sem Sögumaðurinn og Marla Singer, leikin af Helenu Bonham Carter, fylgjast með byggingum hrynja. Umrætt atriði var einmitt sýnt í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld og birtist getnaðarlimurinn því í þessum fjölskylduþætti á skjám landsmanna. Pottþétt ekki ætlun neins Sævar Helgi Bragason einn þriggja spurningahöfunda Gettu betur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið ætlunin að senda umrætt typpi út í beinni útsendingu. Skotið hafi líklega farið fram hjá höfundi spurningarinnar, Vilhelm Antoni Jónssyni. Auk Sævars og Vilhelms semur Ingileif Friðriksdóttir spurningar fyrir þáttinn. Sævar Helgi Bragason.Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur bara slysast þarna inn,“ segir Sævar. „Þetta var pottþétt ekki ætlun neins, þetta hefur farið fram hjá okkur.“ Aðspurður segir Sævar að spurningahöfundar Gettu betur finni sjálfir myndefni til að hafa með spurningunum sem þeir semja. Sá hátturinn hafi einnig verið hafður á í tilfelli Fight Club-spurningarinnar og myndefnið líklega ekki skoðað nógu vel. Að sögn Sævars höfðu spurningahöfundar jafnframt ekki fengið fregnir af neinum kvörtunum vegna hins óvænta getnaðarlims, þó að vel geti verið að slíkt hefði borist dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Hann hafi enn fremur komið vinsamlegum tilmælum á framfæri við spurningahöfunda í kjölfar útsendingarinnar á föstudag. „Við fengum skeyti frá honum um að vera meðvituð um efnið sem við sendum út.“ Hér má nálgast útsendingu Gettu betur á föstudagskvöldið. Limnum bregður fyrir á mínútu 17:28. Bíó og sjónvarp Gettu betur Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Flennistór getnaðarlimur blasti við áhorfendum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskóli Suðurlands áttust við síðastliðið föstudagskvöld. Spurningahöfundur Gettu betur segir getnaðarliminn hafa verið sendan út fyrir slysni. Mynd af umræddum getnaðarlim má sjá neðar í fréttinni. Um var að ræða þriðju viðureignina í átta liða úrslitum og var komið að lið í keppninni sem nefnist „Þríhöfðinn“ þar sem keppendur horfðu á brot úr kvikmyndinni Fight Club frá árinu 1999 úr smiðju leikstjórans David Fincher. Typpið inn í undirmeðvitundina Fight Club segir frá manni, leiknum af Edward Norton, sem er haldinn miklum ranghugmyndum sökum svefnleysis. Hann vingast við mann að nafni Tyler Durden, leikinn af Brad Pitt, og bralla þeir ýmislegt saman, í það minnsta eftir því sem karakter Edward Nortons kemst næst. Í myndinni ræða félagarnir ýmis konar andóf til að hrista upp í stoðum nútímasamfélagsins sem er, að þeirra mati, gegnsýrt doða og tilgangsleysi. Durden segir til dæmis persónu Edward Norton, sem er ekki nafngreindur í myndinni en jafnan titlaður sem „Sögumaðurinn“, frá því þegar hann vann sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi. Umræddum getnaðarlim brá fyrir í sekúndubrot í beinni útsendingu. Hér má sjá skjáskot af typpinu sem tekið er af vef RÚV.Skjáskot/RÚV Á þeim tíma voru filmuvélar enn þá notaðar í kvikmyndahúsum og sagðist Durden gera sér það að leik að skeyta einum ramma úr klámmynd, sem sést aðeins í nokkur sekúndubrot, inn í barnamyndir. Það varð til þess að áhorfendum í salnum var sýndur getnaðarlimur inn á milli atriða í teiknimyndum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. David Fincher, leikstjóri Fight Club, ákvað að heimfæra uppátækið yfir á myndina sjálfa. Getnaðarlimurinn sést til dæmis í örskotsstund í lokasenu myndarinnar þar sem Sögumaðurinn og Marla Singer, leikin af Helenu Bonham Carter, fylgjast með byggingum hrynja. Umrætt atriði var einmitt sýnt í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld og birtist getnaðarlimurinn því í þessum fjölskylduþætti á skjám landsmanna. Pottþétt ekki ætlun neins Sævar Helgi Bragason einn þriggja spurningahöfunda Gettu betur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið ætlunin að senda umrætt typpi út í beinni útsendingu. Skotið hafi líklega farið fram hjá höfundi spurningarinnar, Vilhelm Antoni Jónssyni. Auk Sævars og Vilhelms semur Ingileif Friðriksdóttir spurningar fyrir þáttinn. Sævar Helgi Bragason.Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur bara slysast þarna inn,“ segir Sævar. „Þetta var pottþétt ekki ætlun neins, þetta hefur farið fram hjá okkur.“ Aðspurður segir Sævar að spurningahöfundar Gettu betur finni sjálfir myndefni til að hafa með spurningunum sem þeir semja. Sá hátturinn hafi einnig verið hafður á í tilfelli Fight Club-spurningarinnar og myndefnið líklega ekki skoðað nógu vel. Að sögn Sævars höfðu spurningahöfundar jafnframt ekki fengið fregnir af neinum kvörtunum vegna hins óvænta getnaðarlims, þó að vel geti verið að slíkt hefði borist dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Hann hafi enn fremur komið vinsamlegum tilmælum á framfæri við spurningahöfunda í kjölfar útsendingarinnar á föstudag. „Við fengum skeyti frá honum um að vera meðvituð um efnið sem við sendum út.“ Hér má nálgast útsendingu Gettu betur á föstudagskvöldið. Limnum bregður fyrir á mínútu 17:28.
Bíó og sjónvarp Gettu betur Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira