Harpa Ósk heillaði gamla hetjutenórinn upp úr skónum Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 13:38 Harpa Ósk má vel við una en hún er einhver glæsilegasta söngkona sem Kristján hefur séð. fbl/stefán/ernir Kristján Jóhannsson tenór, einhver þekktasti og besti söngvari Íslands fyrr og síðar, sparar ekki lofið um Hörpu Ósk Björnsdóttur sönkonu, en hún var valin Rödd ársins í söngkeppninni Vox Domini sem fram fór um síðustu helgi. Þar var Kristján staddur enda tóku nemendur hans þátt í keppninni. „Ég varð ofsalega hrifinn af ungri konu sem söng, man ekki ættarnafnið en hún heitir Harpa, bæði mjög falleg, flott, góður flutningur og glæsirödd sem er eitthvað sem ég hef ekki heyrt hér í að minnsta kosti tuttugu ár. Já, Harpa Ósk Björnsdóttir,“ sagði Kristján Jóhannsson sem var ásamt Völu Matt gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun. Kristján segir þetta einstakt, slík rödd kemur ekki fram nema með áratuga millibili. Sjálfur var hann ánægður með sinn hlut en nemendur hans, Jóhann Schram Reed og Guðmundur Karl Eiríksson góða hluti í keppninni og Kristján metur framtíðina í söngnum góða á Íslandi. Allt er þetta fólk sem er undir þrítugu.Kristján lék á als oddi í viðtalinu, sem svo oft áður og kom víða við en þau Vala voru mætt í þáttinn til að ræða fréttir vikunnar. Kristján notaði tækifærið til að koma þessu að, en minnti á að ungt fólk megi ekki halda að allt komi upp í hendurnar á því. Það þurfi að hafa fyrir hlutunum. Sjálfur hafi hann farið um land allt til að koma sér á framfæri. Þetta er allt í hausnum á manni. „Það er sagt að heimskur maður geti ekki sungið vel,“ sagði Kristján. Og benti á að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Þeir séu ekki nema svona um 50 söngvarar sem tilheyra úrvalsdeildinni og eru að syngja í stærstu húsunum. Nú séu hann og Kristinn Sigmundsson, þessir karldrumbar eins og Kristján orðar það, búnir að gösla þetta í 40 ár og tímabært að unga fólkið fari að láta að sér kveða. Menning Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kristján Jóhannsson tenór, einhver þekktasti og besti söngvari Íslands fyrr og síðar, sparar ekki lofið um Hörpu Ósk Björnsdóttur sönkonu, en hún var valin Rödd ársins í söngkeppninni Vox Domini sem fram fór um síðustu helgi. Þar var Kristján staddur enda tóku nemendur hans þátt í keppninni. „Ég varð ofsalega hrifinn af ungri konu sem söng, man ekki ættarnafnið en hún heitir Harpa, bæði mjög falleg, flott, góður flutningur og glæsirödd sem er eitthvað sem ég hef ekki heyrt hér í að minnsta kosti tuttugu ár. Já, Harpa Ósk Björnsdóttir,“ sagði Kristján Jóhannsson sem var ásamt Völu Matt gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun. Kristján segir þetta einstakt, slík rödd kemur ekki fram nema með áratuga millibili. Sjálfur var hann ánægður með sinn hlut en nemendur hans, Jóhann Schram Reed og Guðmundur Karl Eiríksson góða hluti í keppninni og Kristján metur framtíðina í söngnum góða á Íslandi. Allt er þetta fólk sem er undir þrítugu.Kristján lék á als oddi í viðtalinu, sem svo oft áður og kom víða við en þau Vala voru mætt í þáttinn til að ræða fréttir vikunnar. Kristján notaði tækifærið til að koma þessu að, en minnti á að ungt fólk megi ekki halda að allt komi upp í hendurnar á því. Það þurfi að hafa fyrir hlutunum. Sjálfur hafi hann farið um land allt til að koma sér á framfæri. Þetta er allt í hausnum á manni. „Það er sagt að heimskur maður geti ekki sungið vel,“ sagði Kristján. Og benti á að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Þeir séu ekki nema svona um 50 söngvarar sem tilheyra úrvalsdeildinni og eru að syngja í stærstu húsunum. Nú séu hann og Kristinn Sigmundsson, þessir karldrumbar eins og Kristján orðar það, búnir að gösla þetta í 40 ár og tímabært að unga fólkið fari að láta að sér kveða.
Menning Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira