Spurðu af hverju væri svo lítið pláss til að mætast á brúnni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2019 19:45 Bílarnir eru líklega báðir ónýtir. Mynd/Margeir Ingólfsson Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.„Þetta gerðist bara þannig að þegar ég kem að brúnni í áttina að Geysi þá er bíll að koma yfir brúna. Ég stoppa þá við brúarkantinn og hleypi honum yfir. Ég lít svo yfir og sé að það er langt í næsta bíl og legg af stað yfir,“ segir Margeir Ingólfsson ökumaður skólabílsins í samtali við Vísi.Þegar Margeir var kominn á miðja brúna áttaði hann sig hins vegar á því að bíllinn sem var að koma á móti ætlaði sér einnig að fara yfir brúna.„Þá blasir við að bíllinn kemur á fullu á móti mér. Svo bara heldur hann áfram og kemur á fullu inn á brúna. Þar byrjar hann að negla niður. Það var hálka á brúnni og hann skautar bara á fullu framan á mig,“ segir Margeir.Ágætt útsýni við brúna Sem fyrr segir urðu engin slys á fólki en Margeir átti eftir að skutla tveimur skólakrökkum heim er áreksturinn varð. Fjórir ferðamenn af asísku bergi brotnir voru í bílaleigubílnum. Var þeim nokkuð brugðið en Margeir fékk þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum sem komu fyrstir á svæðið að ferðamennirnir hafi spurt af hverju væru svo lítið pláss til þess að mætast á brúnni. „Hann ætlaði að mæta mér þarna. Þetta er bara dæmigerð vanþekking,“ segir Margeir og því útlit fyrir að ökumaður bílaleigubílsins hafi ekki áttað sig á því að um einbreiða brú væri að ræða en að sögn Margeirs er ágætt útsýni yfir veginn beggja megin við brúna. Skólabílstjórinn Margeir er á vegum úti flesta daga og segir að það sé algeng sjón að sjá bíla utan vegar. „Alla daga hérna eru bílar út um allt útaf. Það er hérna fullt á fólki á vegunum sem á ekkert erindi í íslenska vetrarfærð. Það er bara staðreynd,“ segir Margeir sem var að sækja bílinn þegar blaðamaður náði tali af honum. „Minn er allavega ónýtur og ég geri ráð fyrir að hinn sé það líka.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.„Þetta gerðist bara þannig að þegar ég kem að brúnni í áttina að Geysi þá er bíll að koma yfir brúna. Ég stoppa þá við brúarkantinn og hleypi honum yfir. Ég lít svo yfir og sé að það er langt í næsta bíl og legg af stað yfir,“ segir Margeir Ingólfsson ökumaður skólabílsins í samtali við Vísi.Þegar Margeir var kominn á miðja brúna áttaði hann sig hins vegar á því að bíllinn sem var að koma á móti ætlaði sér einnig að fara yfir brúna.„Þá blasir við að bíllinn kemur á fullu á móti mér. Svo bara heldur hann áfram og kemur á fullu inn á brúna. Þar byrjar hann að negla niður. Það var hálka á brúnni og hann skautar bara á fullu framan á mig,“ segir Margeir.Ágætt útsýni við brúna Sem fyrr segir urðu engin slys á fólki en Margeir átti eftir að skutla tveimur skólakrökkum heim er áreksturinn varð. Fjórir ferðamenn af asísku bergi brotnir voru í bílaleigubílnum. Var þeim nokkuð brugðið en Margeir fékk þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum sem komu fyrstir á svæðið að ferðamennirnir hafi spurt af hverju væru svo lítið pláss til þess að mætast á brúnni. „Hann ætlaði að mæta mér þarna. Þetta er bara dæmigerð vanþekking,“ segir Margeir og því útlit fyrir að ökumaður bílaleigubílsins hafi ekki áttað sig á því að um einbreiða brú væri að ræða en að sögn Margeirs er ágætt útsýni yfir veginn beggja megin við brúna. Skólabílstjórinn Margeir er á vegum úti flesta daga og segir að það sé algeng sjón að sjá bíla utan vegar. „Alla daga hérna eru bílar út um allt útaf. Það er hérna fullt á fólki á vegunum sem á ekkert erindi í íslenska vetrarfærð. Það er bara staðreynd,“ segir Margeir sem var að sækja bílinn þegar blaðamaður náði tali af honum. „Minn er allavega ónýtur og ég geri ráð fyrir að hinn sé það líka.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35