Innlent

Reykhólahreppur ákveður veglínu á aukafundi í dag

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.
Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Hreppsnefnd Reykhólahrepps kemur saman til aukafundar klukkan tvö í dag til að ákveða veglínu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, en aðeins eru tíu mánuðir frá því fyrri hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg.

Fyrir fundinum liggur tillaga frá meirihluta skipulags, - hafnar- og húsnæðisnefndar hreppsins um að leið R um Reykhólasveit verði sett inn á aðalskipulag, sem felur í sér stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar og að Vestfjarðavegur muni í framtíðinni liggja um Barmahlíð.

Valið er talið standa milli ÞH-leiðar um Teigsskóg og R-leiðar um Reykhólasveit. I-leið hefur einnig komið til umræðu síðustu daga.Grafik/Guðmundur Björnsson.
Ráðamenn annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa lýst áhyggjum sínum yfir því að ákvörðun um R-leið muni þýða margra ára töf á framkvæmdum. Auk þess hafa bæði Vegagerðin og samgönguráðherra bent á að óvíst sé um fjármögnun R-leiðar meðan ÞH-leið um Teigsskóg sé fullfjármögnuð.


Tengdar fréttir

Teigsskógur varð fyrir valinu

Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×