Segir það eina rétta að breyta klukkunni Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2019 12:30 Erla Björnsdóttir var sjálf í starfshópnum um seinkun klukkunnar. Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. Mikið hefur verið rætt um hvort seinka eigi klukkunni hér á landi það sem af er ári. Á vef forsætisráðuneytisins geta landsmenn lagt sín lóð á vogaskálarnar og sent sína skoðun inn í samráðsgátt svokallaða fram í marsmánuð. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum í fyrra, þar sem farið var yfir nýjustu rannsóknir um svefn og heilsufarsvandamál er tengjast of stuttum svefni. Erla Björnsdóttir er ein þeirra sem var í starfshópnum, en hún er nýdoktor við háskóla Reykjavíkur og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri Svefn, sem hún stofnaði á sínum tíma. „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eigum að seinka klukkunni og miða við hnattræna stöðu landsins. Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta Íslendinga, að okkar líkamsklukka sé í réttum takti. Ég sat sjálf í þessum stýrihóp sem skilaði skýrslu til Heilbrigðisráðuneytisins um þetta efni og kynntum okkur málið mjög vel. Við skoðuðum rannsóknir á svefnvenjum og líkamsklukkunni og líðan út frá þessum breytingum. Við teljum að það væri mjög gott og jákvætt skref að breyta klukkunni og það eina rétta.“Morgunbirtan sú mikilvægasta Hver finnst þér sterkustu rökin með því að breyta klukkunni? „Það er að við séum í takti við okkar innri klukku. Að við séum á réttum tíma. Ég skil ekki rökin fyrir því að við ættum að fylgja röngum tíma. Þetta var auðvitað ákveðið árið 1968 og það hefur auðvitað margt breyst síðan þá. Þá voru rökin frekar varðandi tímamismuninn við Evrópu í tengslum við alþjóðlega viðskipti. Nú er tæknin orðin mikið meiri og við vissum þarna miklu minna um mikilvægi líkamsklukkunnar.“ Erla segir að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá birtu snemma dags og dimmt sé á kvöldin. „Morgunbirtan er svona mikilvægasta stilling líkamsklukkunnar til að stilla sig eftir og hefur það með hormóninn melatónín að gera. Það sem gerist þegar við erum ekki að fá morgunbirtuna er að við förum að seinka líkamsklukkunni. Við förum að fara seinna að sofa á kvöldin. Það er akkúrat það sem við sjáum um svefnvenjur Íslendinga, að við erum að fara um klukkustund seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Það er svolítið áhyggjuefni, sérstaklega varðandi unglingana.“ Rætt var við fleiri sérfræðinga í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Tengdar fréttir „Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10 Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær var farið yfir svefnvenjur Íslendinga, hvort seinka eigi klukkunni hér á landi og hversu mikill kostnaður sé fólginn í vandamálum sem tengjast svefni. Mikið hefur verið rætt um hvort seinka eigi klukkunni hér á landi það sem af er ári. Á vef forsætisráðuneytisins geta landsmenn lagt sín lóð á vogaskálarnar og sent sína skoðun inn í samráðsgátt svokallaða fram í marsmánuð. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum í fyrra, þar sem farið var yfir nýjustu rannsóknir um svefn og heilsufarsvandamál er tengjast of stuttum svefni. Erla Björnsdóttir er ein þeirra sem var í starfshópnum, en hún er nýdoktor við háskóla Reykjavíkur og stjórnarformaður fyrirtækisins Betri Svefn, sem hún stofnaði á sínum tíma. „Mér finnst alveg tvímælalaust að við eigum að seinka klukkunni og miða við hnattræna stöðu landsins. Ég held að það yrði til mikilla hagsbóta Íslendinga, að okkar líkamsklukka sé í réttum takti. Ég sat sjálf í þessum stýrihóp sem skilaði skýrslu til Heilbrigðisráðuneytisins um þetta efni og kynntum okkur málið mjög vel. Við skoðuðum rannsóknir á svefnvenjum og líkamsklukkunni og líðan út frá þessum breytingum. Við teljum að það væri mjög gott og jákvætt skref að breyta klukkunni og það eina rétta.“Morgunbirtan sú mikilvægasta Hver finnst þér sterkustu rökin með því að breyta klukkunni? „Það er að við séum í takti við okkar innri klukku. Að við séum á réttum tíma. Ég skil ekki rökin fyrir því að við ættum að fylgja röngum tíma. Þetta var auðvitað ákveðið árið 1968 og það hefur auðvitað margt breyst síðan þá. Þá voru rökin frekar varðandi tímamismuninn við Evrópu í tengslum við alþjóðlega viðskipti. Nú er tæknin orðin mikið meiri og við vissum þarna miklu minna um mikilvægi líkamsklukkunnar.“ Erla segir að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá birtu snemma dags og dimmt sé á kvöldin. „Morgunbirtan er svona mikilvægasta stilling líkamsklukkunnar til að stilla sig eftir og hefur það með hormóninn melatónín að gera. Það sem gerist þegar við erum ekki að fá morgunbirtuna er að við förum að seinka líkamsklukkunni. Við förum að fara seinna að sofa á kvöldin. Það er akkúrat það sem við sjáum um svefnvenjur Íslendinga, að við erum að fara um klukkustund seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Það er svolítið áhyggjuefni, sérstaklega varðandi unglingana.“ Rætt var við fleiri sérfræðinga í innslaginu sem sjá má hér að neðan.
Tengdar fréttir „Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10 Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
„Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. 17. janúar 2019 18:10
Færum myrkrið frá morgni til kvölds Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. 15. janúar 2019 11:00
Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59
Meirihluti er hlynntur því að seinka klukkunni Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í samræmi við hnattstöðu landsins. 24. janúar 2019 07:00