Ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar hefðu reynst réttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 09:00 Slúðursögurnar um meintar barneignir Jennifer Aniston hafa lengi verið efniviður í fréttir hjá gulu pressunni. vísir/getty Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar sem birst hafa í gulu pressunni í gegnum árin um að hún ætti von á barni, og jafnvel tvíburum eða þríburum, hefðu reynst réttar. Aðeins rúm vika er síðan forsíðu bandaríska slúðurtímaritsins In Touch prýddi gömul mynd af þeim Aniston og Brad Pitt, sem voru gift frá árinu 2000 til 2005, undir fyrirsögninni „Við eigum von á stelpu.“Fjallað er um „goðsagnir“ slúðurblaðanna um líf Aniston í umfjöllun á vef New York Times. Þar segir að In Touch hafi verið með svipaða forsíðu um Aniston og Pitt í október síðastliðnum undir fyrirsögninni „Brad og Jen tilkynna um barnið! „Draumurinn okkar rættist loksins!““ Í júlí síðastliðnum var In Touch einnig með forsíðu um barneignir þeirra Aniston og Pitt og þá sagði tímaritið jafnframt frá því að þau væru nýgift.Forsíður In Touch-tímaritsins undanfarið um þau Brad og Jennifer hafa ekki verið sannleikanum samkvæmt.Tölvupóstar um meintar barneignir Aniston í hverri viku Tímaritið OK! hafði svo í maí á síðasta ári einnig verið með frétt um óléttu Aniston þar sem faðirinn var Pitt en blaðamaður New York Times, sem tók slúðurfréttirnar saman um meintar barneignir Aniston, komst að því að hún ætti um 24 börn ef fréttirnar hefðu í raun reynst sannar. Ef aðeins væru svo taldar þær fréttir sem birst hefðu í OK! hefði Aniston eignast 15 börn á síðustu fimm árum þar sem hún hefur verið ólétt níu sinnum, þar af tvisvar með tvíbura, auk þess sem hún var sögð hafa ættleitt þríbura. Stephen Huvane, fjölmiðlafulltrúi Aniston, segir hvorki rétt að hún sé ólétt né tekin aftur saman við Brad Pitt. „Ég fæ tölvupósta um þetta í hverri viku: „Við erum að vinna að frétt um að Jennifer sé ólétt.“ Og ég svara: „Þetta er tilbúningur. Það sé enginn sannleikur í þessu eða að þetta sé fáránlegt og algjörlega ósatt.“ Og svo birtist fréttin,“ segir Huvane.Sagan skipti meira máli en smáatriðin Í umfjöllun New York Times segir að það sé ekkert launungarmál hvers vegna slúðurtímarit birti falskar fréttir. Tímaritin, líkt og aðrir prentmiðlar, eigi í vök að verjast á tímum netsins og ritstjórnir þeirra eru ekki jafn fjölmennar og áður en það þarf ágætis mannskap til þess að grafa upp alvöru „skúbb“ um fræga fólkið. „Hegðun sem byggist á algóriþma var til löngu áður en það var til eitthvað sem heitir algóriþmi,“ segir Janice Min, fyrrverandi aðalritstjóri Hollywood Reporter og Us Weekly. Hún segir að hvort sem málið snúist um stjórnmálamenn eða Hollywood-stjörnur þá sé það sagan sem skipti lesendur máli frekar en smáatriðin og það viti gula pressan. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar sem birst hafa í gulu pressunni í gegnum árin um að hún ætti von á barni, og jafnvel tvíburum eða þríburum, hefðu reynst réttar. Aðeins rúm vika er síðan forsíðu bandaríska slúðurtímaritsins In Touch prýddi gömul mynd af þeim Aniston og Brad Pitt, sem voru gift frá árinu 2000 til 2005, undir fyrirsögninni „Við eigum von á stelpu.“Fjallað er um „goðsagnir“ slúðurblaðanna um líf Aniston í umfjöllun á vef New York Times. Þar segir að In Touch hafi verið með svipaða forsíðu um Aniston og Pitt í október síðastliðnum undir fyrirsögninni „Brad og Jen tilkynna um barnið! „Draumurinn okkar rættist loksins!““ Í júlí síðastliðnum var In Touch einnig með forsíðu um barneignir þeirra Aniston og Pitt og þá sagði tímaritið jafnframt frá því að þau væru nýgift.Forsíður In Touch-tímaritsins undanfarið um þau Brad og Jennifer hafa ekki verið sannleikanum samkvæmt.Tölvupóstar um meintar barneignir Aniston í hverri viku Tímaritið OK! hafði svo í maí á síðasta ári einnig verið með frétt um óléttu Aniston þar sem faðirinn var Pitt en blaðamaður New York Times, sem tók slúðurfréttirnar saman um meintar barneignir Aniston, komst að því að hún ætti um 24 börn ef fréttirnar hefðu í raun reynst sannar. Ef aðeins væru svo taldar þær fréttir sem birst hefðu í OK! hefði Aniston eignast 15 börn á síðustu fimm árum þar sem hún hefur verið ólétt níu sinnum, þar af tvisvar með tvíbura, auk þess sem hún var sögð hafa ættleitt þríbura. Stephen Huvane, fjölmiðlafulltrúi Aniston, segir hvorki rétt að hún sé ólétt né tekin aftur saman við Brad Pitt. „Ég fæ tölvupósta um þetta í hverri viku: „Við erum að vinna að frétt um að Jennifer sé ólétt.“ Og ég svara: „Þetta er tilbúningur. Það sé enginn sannleikur í þessu eða að þetta sé fáránlegt og algjörlega ósatt.“ Og svo birtist fréttin,“ segir Huvane.Sagan skipti meira máli en smáatriðin Í umfjöllun New York Times segir að það sé ekkert launungarmál hvers vegna slúðurtímarit birti falskar fréttir. Tímaritin, líkt og aðrir prentmiðlar, eigi í vök að verjast á tímum netsins og ritstjórnir þeirra eru ekki jafn fjölmennar og áður en það þarf ágætis mannskap til þess að grafa upp alvöru „skúbb“ um fræga fólkið. „Hegðun sem byggist á algóriþma var til löngu áður en það var til eitthvað sem heitir algóriþmi,“ segir Janice Min, fyrrverandi aðalritstjóri Hollywood Reporter og Us Weekly. Hún segir að hvort sem málið snúist um stjórnmálamenn eða Hollywood-stjörnur þá sé það sagan sem skipti lesendur máli frekar en smáatriðin og það viti gula pressan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira