Lífið

Makar Gumma og Evu Ruzu leyfðu þeim ekki að vera saman um jólin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fjörugur þáttur í gær.
Einstaklega fjörugur þáttur í gær.

Ísskápastríðið var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi en gestir þáttarins voru að þessu sinni samfélagsmiðlastjörnurnar Eva Ruza og Camilla Rut.

Eva og Gummi Ben voru saman í liði og Eva Laufey og Camy Klikk eins og hún er kölluð á Snapchat mynduðu sterkt teymi.

Það má segja að Eva Ruza og Gummi Ben hafi náð einstaklega vel saman í þættinum, svo vel að þau hefðu viljað eyða jólunum saman. Það eina sem stóð í vegi fyrir því voru makar þeirra beggja.

Eva Ruza og Gummi eru líklega ekki þekkt fyrir að vera heimsins bestu kokkar og náði Eva að brenna sig illa á rauðri papriku eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Gummi Ben og Eva Ruza náðu vel samanAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.