Lífið

Hvaða klukkubreytingu líst þér best á?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið rætt um klukkubreytingar í gegnum tíðina.
Mikið rætt um klukkubreytingar í gegnum tíðina.

Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Í greinargerðinni er skoðað hvort seinka eigi klukkunni og hafa þrír valkostir verið settir fram, sem vinna á úr í samráði við almenning.

Almenningi, atvinnulífi og stjórnsýslu hefur því verið boðið að taka þátt í samráði og leggja fram sín sjónarmið um „stöðumat, framtíðarsýn og áhrif mögulegra breytinga“.

Í kjölfarið verður unnið úr ábendingunum og stefna mótuð af hálfu stjórnvalda en samráðstími verður tveir mánuðir.

Eftirfarandi valkostir voru settir fram í greinargerðinni:

  1. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.
  2. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).
  3. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Ef litið er á tímabeltin á mynd þá sker Ísland sig töluvert úr.

Íslendingar geta sent inn eigin umsögn um málið og er hægt að gera það hér.

Hér að geta lesendur aftur á móti kosið um þessa þrjá möguleika.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.