Borgarleikhúsið kynnti söngleik með tónlist Bubba Morthens Tinni Sveinsson skrifar 11. janúar 2019 13:45 Bubbasöngleikurinn verður sýndur á Stóra sviðinu á næsta ári. Vísir/Vilhelm Borgarleikhúsið boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem söngleikur með tónlist Bubba Morthens var kynntur. Leikhúsið sýndi fundinn í beinni útsendingu og sagði tilefnið sæta miklum tíðindum í íslensku menningarlífi. „Mikil leynd hefur verið yfir þessu verkefni og þess vegna er mikil spenna að kynna þetta í dag,“ sagði í tilkynningu leikhússins fyrir fund. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri steig á sviðið í upphafi fundar og sagði meðal annars í stuttri tölu söngleikinn tengjast einum merkasta listamanni þjóðarinnar. Í kjölfarið steig Bubbi fram úr skuggunum á sviðinu og hóf flutning á laginu Rómeó og Júlía. Hann söng síðan fleiri lög ásamt leikurum Borgarleikhússins.Leikstjóri, listrænir stjórnendur og leikarar, sem munu flytja lög Bubba, verða kynntir seinna. Vinnuheiti verksins er Níu líf - Sögur af landi. Ólafi Egill Egilsson skrifar verkið og verður það frumsýnt á Stóra sviðinu á næsta ári. Verkið verður um valda kafla úr sögu þjóðarinnar undanfarin 40 ár og það hvernig tónlist og textar Bubba hafa verið nátengdir þessarri sögu. „Saga og sögur Bubba eru kannski um leið sögur okkar allra, sögur Íslands, frá verbúð til víðáttubrjálæðis, frá blindskerjum til regnbogastræta, hlýrabolum til axlapúða og aftur til baka,” segir Ólafur Egill.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri kynnti verkið á Stóra sviðinu í dag.Vísir/Vilhelm Leikhús Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Borgarleikhúsið boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem söngleikur með tónlist Bubba Morthens var kynntur. Leikhúsið sýndi fundinn í beinni útsendingu og sagði tilefnið sæta miklum tíðindum í íslensku menningarlífi. „Mikil leynd hefur verið yfir þessu verkefni og þess vegna er mikil spenna að kynna þetta í dag,“ sagði í tilkynningu leikhússins fyrir fund. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri steig á sviðið í upphafi fundar og sagði meðal annars í stuttri tölu söngleikinn tengjast einum merkasta listamanni þjóðarinnar. Í kjölfarið steig Bubbi fram úr skuggunum á sviðinu og hóf flutning á laginu Rómeó og Júlía. Hann söng síðan fleiri lög ásamt leikurum Borgarleikhússins.Leikstjóri, listrænir stjórnendur og leikarar, sem munu flytja lög Bubba, verða kynntir seinna. Vinnuheiti verksins er Níu líf - Sögur af landi. Ólafi Egill Egilsson skrifar verkið og verður það frumsýnt á Stóra sviðinu á næsta ári. Verkið verður um valda kafla úr sögu þjóðarinnar undanfarin 40 ár og það hvernig tónlist og textar Bubba hafa verið nátengdir þessarri sögu. „Saga og sögur Bubba eru kannski um leið sögur okkar allra, sögur Íslands, frá verbúð til víðáttubrjálæðis, frá blindskerjum til regnbogastræta, hlýrabolum til axlapúða og aftur til baka,” segir Ólafur Egill.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri kynnti verkið á Stóra sviðinu í dag.Vísir/Vilhelm
Leikhús Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira