Lífið

Piparsveinninn umdeildi gengur í það heilaga í dag

Sylvía Hall skrifar
Parið kynntist í þáttunum The Bachelor.
Parið kynntist í þáttunum The Bachelor. Instagram

Arie Luyendyk Jr. og kærasta hans Lauren Burnham ganga í það heilaga á Hawaii í dag. Luyendyk vakti heimsathygli þegar hann sleit trúlofun sinni við Beccu Kufrin og tók saman við Burnham sem hann hafði hafnað í úrslitaþættinum.

Endalokin komu mörgum verulega á óvart og var Luyendyk mjög óvinsæll hjá mörgum aðdáendum þáttanna í kjölfarið. Kufrin varð þó stjarna næstu þáttaraðar þar sem hún fékk að velja úr hópi karlmanna sem kepptust við að vinna hjarta hennar.

Á meðal gesta er þáttastjórnandi Bachelor-þáttanna, Chris Harrison, og er hann mættur til Hawaii til þess að fagna með brúðhjónunum.

Það er margt annað spennandi á döfinni hjá þessum verðandi hjónum því Burnham á von á þeirra fyrsta barni en parið tilkynnti um óléttuna í nóvember síðastliðnum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.