Besta mataræðið er að finna í löndum við Miðjarðarhafið Elín Albertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 09:00 Omega 3 er nauðsynleg fita í mataræðinu. Omega fæst úr feitum fiski, lárperum, hnetum og fleiru. Fiskur ætti að vera oftar á borðum enda hollur. Bæði íslenskar sjónvarpsstöðvar, norrænar og breskar sýna um þessar mundir alls kyns heimildarþætti um ofþyngd, afleiðingar og hvernig hægt er að vinna bug á henni. Bretar hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt þjóðin þyngist ekki síður en Bandaríkjamenn og alls kyns fræðsluþættir um áhrif ofþyngdar hafa litið dagsins ljós. Í grein sem birtist á vef jyllands-posten.dk er fjallað um ýmiss konar kúra sem hafa verið í gangi. Sagt er frá því að Miðjarðarhafsmataræði sé í fyrsta sæti á meðal yfir fjörutíu kúra hjá bandaríska vefmiðlinum usnews.com. Þar kemur fram að Miðjarðarhafskúrinn sé áhrifaríkur og heilsusamlegur auk þess sem auðvelt er að fara eftir honum. Í þessu mataræði er áherslan á ávexti, grænmeti, fisk og ólífuolíu sem þykir skynsamlegt að mati sérfræðinga. Kílóin geta læðst aftan að fólki smám saman og erfitt getur verið að losa sig við þau. Í boði eru alls kyns kúrar, steinaldarmataræði, paleo, lágkolvetniskúrar og ýmiss konar detox safakúrar svo eitthvað sé nefnt.Fólki er bent á að horfa til Grikklands, Spánar, Ítalíu og Frakklands þegar kemur að hollu og góðu mataræði. Þar er fiskur og grænmeti í hávegum haft.Það eru þó ekki þessir kúrar sem eru efst á lista U.S. News Health Report. Ef kílóin eiga að hrynja fljótt af fólki á heilsusamlegan hátt ætti það að horfa til Miðjarðarhafsmataræðis. Það eru engin bönn í þessu mataræði heldur einungis sú regla að borða meira af ávöxtum og grænmeti en skera niður rautt kjöt, sykur og mettaða fitu. Sérfræðingar segja að þetta sé sá kúr sem auðveldast sé að fylgja og gera að lífsstíl sínum. Jyllands Posten spurði næringarsérfræðing við háskólann í Kaupmannahöfn, Arne Astrup, um Miðjarðarhafsmataræði. Hann svaraði að gott mataræði eins og tíðkast við Miðjarðarhafið geti haft fyrirbyggjandi áhrif á sykursýki og hjartasjúkdóma. „Þetta er mataræði sem auðvelt er að fara eftir og hefur enga öfga. Jafnvægið skiptir máli í mataræðinu, ekki boð og bönn líkt og tíðkast í mörgum öfgakúrum. Það er heldur engin lausn að svelta sig til að léttast. Flestir þola allan mat og það eru ekki heilbrigðissjónarmið að taka út fæðutegundir líkt og kjöt, mjólkurvörur eða annað,“ segir hann. „Fjölbreytt mataræði er best. Ef þú tekur út allt kjöt þarftu að taka prótín og járn með öðrum hætti.“ Í öðru sæti listans yfir bestu kúrana er DASH-kúrinn. Hann er hannaður til að koma í veg fyrir sykursýki og of háan blóðþrýsting. Engu að síður býður hann fjölbreytt mataræði sem byggist á ávöxtum og grænmeti en jafnframt er pláss fyrir steik eða kjúkling. Í DASH er lögð áhersla á ávexti, grænmeti, heilkorn, fitulaust kjöt, fitu- og sykurskertar mjólkurvörur. Fólk sem tileinkar sér DASH mataræði verður þó að sleppa öllum sykruðum drykkjum og sælgæti. Þá þarf að forðast saltaðar matvörur.Þótt Ítalir borði mikið pasta og pitsur þá telst mataræði þeirra harla gott og hollt.Danski næringarsérfræðingurinn segir að mataræði sem Norðurlandaþjóðir hafa alist upp við geti líka verið ákjósanlegt. Hér áður fyrr borðuðu þessar þjóðir mikið af káli, rótargrænmeti og feitum fiski. Hugmyndin er eiginlega sú sama og við Miðjarðarhafið, fólk borðar mat úr eigin héraði fyrir utan að Skandinavar notuðu fremur rapsolíu en ólífuolíu. Ný-norræn matargerð þykir til dæmis afar ákjósanleg fyrir hollan lífsstíl. Nýlega líkti alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO norrænum mat við þann sem tíðkast við Miðjarðarhafið. Í nýnorrænum matarstíl er hollur og góður matur sem er eldaður frá grunni. Skammtar eru ekki stórir. Þótt mataræðið sé mikilvægt er ekki síður nauðsynlegt að hreyfa sig í að minnsta kosti tvo og hálfan tíma á viku. Hreyfingin getur þó verið margvísleg, allt frá göngutúr eða garðvinnu upp í erfiða leikfimitíma. „Hafa ber í huga að það passa ekki endilega sömu kúrar fyrir alla. Fólk er misjafnt. Það góða við Miðjarðarhafsfæði er að það hentar flestum,“ segir Arne og bendir á nokkrar góðar reglur í mataræðinu. 1. Veljið fjölbreyttan mat og fæðutegundir eftir þeirra árstíðum. 2. Veljið mat úr heimabyggð eða héraði. 3. Leggið áherslu á gott hráefni, ávexti, grænmeti, fisk og kjöt. 4. Notið ferskar kryddjurtir til að bragðbæta matinn. 5. Borðið minna af rauðu kjöti og veljið ávallt fersk og óunnin matvæli. Matur Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Bæði íslenskar sjónvarpsstöðvar, norrænar og breskar sýna um þessar mundir alls kyns heimildarþætti um ofþyngd, afleiðingar og hvernig hægt er að vinna bug á henni. Bretar hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt þjóðin þyngist ekki síður en Bandaríkjamenn og alls kyns fræðsluþættir um áhrif ofþyngdar hafa litið dagsins ljós. Í grein sem birtist á vef jyllands-posten.dk er fjallað um ýmiss konar kúra sem hafa verið í gangi. Sagt er frá því að Miðjarðarhafsmataræði sé í fyrsta sæti á meðal yfir fjörutíu kúra hjá bandaríska vefmiðlinum usnews.com. Þar kemur fram að Miðjarðarhafskúrinn sé áhrifaríkur og heilsusamlegur auk þess sem auðvelt er að fara eftir honum. Í þessu mataræði er áherslan á ávexti, grænmeti, fisk og ólífuolíu sem þykir skynsamlegt að mati sérfræðinga. Kílóin geta læðst aftan að fólki smám saman og erfitt getur verið að losa sig við þau. Í boði eru alls kyns kúrar, steinaldarmataræði, paleo, lágkolvetniskúrar og ýmiss konar detox safakúrar svo eitthvað sé nefnt.Fólki er bent á að horfa til Grikklands, Spánar, Ítalíu og Frakklands þegar kemur að hollu og góðu mataræði. Þar er fiskur og grænmeti í hávegum haft.Það eru þó ekki þessir kúrar sem eru efst á lista U.S. News Health Report. Ef kílóin eiga að hrynja fljótt af fólki á heilsusamlegan hátt ætti það að horfa til Miðjarðarhafsmataræðis. Það eru engin bönn í þessu mataræði heldur einungis sú regla að borða meira af ávöxtum og grænmeti en skera niður rautt kjöt, sykur og mettaða fitu. Sérfræðingar segja að þetta sé sá kúr sem auðveldast sé að fylgja og gera að lífsstíl sínum. Jyllands Posten spurði næringarsérfræðing við háskólann í Kaupmannahöfn, Arne Astrup, um Miðjarðarhafsmataræði. Hann svaraði að gott mataræði eins og tíðkast við Miðjarðarhafið geti haft fyrirbyggjandi áhrif á sykursýki og hjartasjúkdóma. „Þetta er mataræði sem auðvelt er að fara eftir og hefur enga öfga. Jafnvægið skiptir máli í mataræðinu, ekki boð og bönn líkt og tíðkast í mörgum öfgakúrum. Það er heldur engin lausn að svelta sig til að léttast. Flestir þola allan mat og það eru ekki heilbrigðissjónarmið að taka út fæðutegundir líkt og kjöt, mjólkurvörur eða annað,“ segir hann. „Fjölbreytt mataræði er best. Ef þú tekur út allt kjöt þarftu að taka prótín og járn með öðrum hætti.“ Í öðru sæti listans yfir bestu kúrana er DASH-kúrinn. Hann er hannaður til að koma í veg fyrir sykursýki og of háan blóðþrýsting. Engu að síður býður hann fjölbreytt mataræði sem byggist á ávöxtum og grænmeti en jafnframt er pláss fyrir steik eða kjúkling. Í DASH er lögð áhersla á ávexti, grænmeti, heilkorn, fitulaust kjöt, fitu- og sykurskertar mjólkurvörur. Fólk sem tileinkar sér DASH mataræði verður þó að sleppa öllum sykruðum drykkjum og sælgæti. Þá þarf að forðast saltaðar matvörur.Þótt Ítalir borði mikið pasta og pitsur þá telst mataræði þeirra harla gott og hollt.Danski næringarsérfræðingurinn segir að mataræði sem Norðurlandaþjóðir hafa alist upp við geti líka verið ákjósanlegt. Hér áður fyrr borðuðu þessar þjóðir mikið af káli, rótargrænmeti og feitum fiski. Hugmyndin er eiginlega sú sama og við Miðjarðarhafið, fólk borðar mat úr eigin héraði fyrir utan að Skandinavar notuðu fremur rapsolíu en ólífuolíu. Ný-norræn matargerð þykir til dæmis afar ákjósanleg fyrir hollan lífsstíl. Nýlega líkti alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO norrænum mat við þann sem tíðkast við Miðjarðarhafið. Í nýnorrænum matarstíl er hollur og góður matur sem er eldaður frá grunni. Skammtar eru ekki stórir. Þótt mataræðið sé mikilvægt er ekki síður nauðsynlegt að hreyfa sig í að minnsta kosti tvo og hálfan tíma á viku. Hreyfingin getur þó verið margvísleg, allt frá göngutúr eða garðvinnu upp í erfiða leikfimitíma. „Hafa ber í huga að það passa ekki endilega sömu kúrar fyrir alla. Fólk er misjafnt. Það góða við Miðjarðarhafsfæði er að það hentar flestum,“ segir Arne og bendir á nokkrar góðar reglur í mataræðinu. 1. Veljið fjölbreyttan mat og fæðutegundir eftir þeirra árstíðum. 2. Veljið mat úr heimabyggð eða héraði. 3. Leggið áherslu á gott hráefni, ávexti, grænmeti, fisk og kjöt. 4. Notið ferskar kryddjurtir til að bragðbæta matinn. 5. Borðið minna af rauðu kjöti og veljið ávallt fersk og óunnin matvæli.
Matur Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira