Lífið

Eina góða fólkið í Hollywood hélt óhefðbundna opnunarræðu og rak Jim Carrey úr sæti sínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andy Samberg og Sandra Oh voru frábær í nótt.
Andy Samberg og Sandra Oh voru frábær í nótt.
Leikararnir Andy Samberg og Sandra Oh voru kynnar á 76. Golden Globe verðlaunahátíðinni sem haldin var á Hilton Hotelinu í Beverly Hills í nótt. Eins og svo oft áður var opnunarræða kynna fyrirferðarmikil og var enginn undantekning á því í nótt.

Þau göntuðust með það að eina ástæðan fyrir því að þau væru kynnar á hátíðinni væri sú að þau væru eina fólkið í Hollywood sem hefði aldrei sagt neitt ógeðslegt um annað fólk. Svo gáfu þau öllum í salnum einskonar flensuskot sem áttu að vera 50.000 dollara virði.

Oh og Samberg fóru á kostum á síðasta ári þegar þau voru kynnar á Emmy-verðlaunahátíðinni.

Saman gerðu þau grín að fólki í salnum og má þar nefna Spike Lee, Bradley Cooper, Ginu Rodriguez, Michael B. Jordan, Amy Adams, Jeff Bridges, en það verður að segjast að grínið var nokkuð óhefðbundið þar sem kynnarnir töluðu aðeins einstaklega vel um „fórnarlambið“.

Svo var Jim Carrey rekinn úr sætinu sínu með vandræðalegum afleiðingum en hann sat því miður hjá kvikmyndagerðafólkinu en átti heima aftar í salnum þar sem þátta og sjónvarpsgerðafólkið sat.

Hér að neðan má sjá opnunarræðuna.


Tengdar fréttir

Glenn Close stal senunni á Golden Globe

Glenn Close vann í nótt verðlaunin sem besta leikkonan í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife á Golden Globe verðlaunahátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×