Lífið

Glenn Close stal senunni á Golden Globe

Stefán Árni Pálsson skrifar
Close var tárvot í þakkarræðu sinni.
Close var tárvot í þakkarræðu sinni.
Glenn Close vann í nótt verðlaunin sem besta leikkonan í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife á Golden Globe verðlaunahátíðinni.

Hátíðin fór fram Hilton Hotelinu í Beverly Hills og það í 76. sinn. Kynnar kvöldsins voru þau Sandra Oh og Andy Samberg.

Glenn Close hafði þar með betur gegn Lady Gaga, aðalleikkonu A Star is Born. Búist hafði verið við því að sú síðarnefnda myndi hreppa verðlaunin.

Það má með sanni segja að sigurinn hafi komið Close á óvart sem brotnaði gjörsamlega niður þegar hún tók við styttunni.

„Það sem ég lærði af þessari kvikmynd og þessari reynslu er að við konur erum umhyggjusamar og eigum að ala upp börnin okkar. Það er það sem er ætlast til af okkur,“ sagði Close í upphafi þakkarræðunnar.

„Við eigum okkar börn og eigum okkar eiginmenn, ef við erum það heppnar en við verðum að fara finna út okkar eigin lífsfyllingu og elta okkar eigin drauma. Við verðum að geta sagt: ég má þetta og ég á að fá leyfi til að gera þetta.

Þetta var í þriðja sinn sem Close vinnur til verðlauna á Golden Globe.

Hér að neðan má sjá brot úr ræðu Close.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×