Jón Gnarr útskýrir skrýtnasta brandarann í Skaupinu Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 15:19 Jón Gnarr og Katla Margrét í umræddu atriði í Skaupinu. RÚV Jón Gnarr mætti í útvarpsþáttinn FM95BLÖ á föstudaginn þar sem hann talaði um þátttöku sína í nýjasta Áramótaskaupinu. Þar var hann meðal annars spurður út í brandara sem mörgum fannst fyndinn en fáir skyldu samhengið. Um er að ræða atriði í Skaupinu þar sem Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á gangi með hund sinn en par á Lödu Sport rennur upp að honum. Jón Gnarr skrúfar niður rúðuna og spyr Sveppa: „Kunnugur staðháttum?“ Sveppi virðist ekki alveg skilja spurninguna og segir: „Ha?“ Jón Gnarr endurtekur þá spurninguna nokkuð önugur: „Ertu kunnugur staðháttum?“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir hrópar þá: „AB Bílasprautun, veistu hvar hún er?“ Sveppi segist ekki hafa hugmynd um það.Dagur B. fyrir utan Braggann.RÚVSeinna í Skaupinu sást sama par renna upp að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann var önnum kafinn við að reykja stráin fyrir utan Braggann í Nauthólsvík. Spurði parið sömu spurningar, hvort hann væri kunnugur staðháttum. Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun er svarar hann: „AB Bílasprautun Mathöll?“ Líkt og fyrr segir þótti mörgum þetta fyndið en margir veltu fyrir sér hvað væri verið að vísa í þarna, en flestir brandarar í Skaupinu eiga það sammerkt að eiga sér einhverskonar vísun í það sem gerðist á liðnu ári. Jón Gnarr sagði í FM95BLÖ að enginn hefði spurt hann út í þennan brandara.Hér fyrir neðan má heyra Jón ræða brandarann. Klippa: Jón Gnarr um brandarann í Skaupinu sem enginn skildi Sveppi var með þeim félögum í FM95BLÖ en hann sagði Jón Gnarr sjálfan hafa lent í þessu. Jón tók boltann á lofti af Sveppa og sagði að hann hefði lent í þessu þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Smiðjuveginum, brúnni götu, á miðvikudagskvöldi. „Þá koma þessi hjón keyrandi sem hægja á sér og skrúfa niður rúðuna. Við erum ein þarna og spyrja: „Kunnugur staðháttum?“ Samtalið var svipað og það birtist í Skaupinu en Jón segist hafa átt erfitt með að átta sig á þessum aðstæðum þar sem hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun væri. Jón segist seinna hafa mætt á handritsfund fyrir Skaupið og sagt frá þessu atviki sem þótti svo fyndið að ákveðið var að hafa það með í Skaupinu. „Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr. Um væri að ræða einfalt grín en bráðfyndið grín sem þyrfti ekki mikið að kryfja til að skilja. Þetta væri einfaldlega fyndið af því það er fyndið. Líkt og atriðið úr Skaupinu árið 2006 þar sem Jón Gnarr gekk inn í Heilsuhúsið og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ólívur. Reyndi afgreiðslumaðurinn að vera sniðugur með því að svara: „Ólívur Ragnar Grímsson?“ Áramótaskaupið FM95BLÖ Tengdar fréttir Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Jón Gnarr mætti í útvarpsþáttinn FM95BLÖ á föstudaginn þar sem hann talaði um þátttöku sína í nýjasta Áramótaskaupinu. Þar var hann meðal annars spurður út í brandara sem mörgum fannst fyndinn en fáir skyldu samhengið. Um er að ræða atriði í Skaupinu þar sem Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á gangi með hund sinn en par á Lödu Sport rennur upp að honum. Jón Gnarr skrúfar niður rúðuna og spyr Sveppa: „Kunnugur staðháttum?“ Sveppi virðist ekki alveg skilja spurninguna og segir: „Ha?“ Jón Gnarr endurtekur þá spurninguna nokkuð önugur: „Ertu kunnugur staðháttum?“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir hrópar þá: „AB Bílasprautun, veistu hvar hún er?“ Sveppi segist ekki hafa hugmynd um það.Dagur B. fyrir utan Braggann.RÚVSeinna í Skaupinu sást sama par renna upp að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann var önnum kafinn við að reykja stráin fyrir utan Braggann í Nauthólsvík. Spurði parið sömu spurningar, hvort hann væri kunnugur staðháttum. Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun er svarar hann: „AB Bílasprautun Mathöll?“ Líkt og fyrr segir þótti mörgum þetta fyndið en margir veltu fyrir sér hvað væri verið að vísa í þarna, en flestir brandarar í Skaupinu eiga það sammerkt að eiga sér einhverskonar vísun í það sem gerðist á liðnu ári. Jón Gnarr sagði í FM95BLÖ að enginn hefði spurt hann út í þennan brandara.Hér fyrir neðan má heyra Jón ræða brandarann. Klippa: Jón Gnarr um brandarann í Skaupinu sem enginn skildi Sveppi var með þeim félögum í FM95BLÖ en hann sagði Jón Gnarr sjálfan hafa lent í þessu. Jón tók boltann á lofti af Sveppa og sagði að hann hefði lent í þessu þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Smiðjuveginum, brúnni götu, á miðvikudagskvöldi. „Þá koma þessi hjón keyrandi sem hægja á sér og skrúfa niður rúðuna. Við erum ein þarna og spyrja: „Kunnugur staðháttum?“ Samtalið var svipað og það birtist í Skaupinu en Jón segist hafa átt erfitt með að átta sig á þessum aðstæðum þar sem hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun væri. Jón segist seinna hafa mætt á handritsfund fyrir Skaupið og sagt frá þessu atviki sem þótti svo fyndið að ákveðið var að hafa það með í Skaupinu. „Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr. Um væri að ræða einfalt grín en bráðfyndið grín sem þyrfti ekki mikið að kryfja til að skilja. Þetta væri einfaldlega fyndið af því það er fyndið. Líkt og atriðið úr Skaupinu árið 2006 þar sem Jón Gnarr gekk inn í Heilsuhúsið og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ólívur. Reyndi afgreiðslumaðurinn að vera sniðugur með því að svara: „Ólívur Ragnar Grímsson?“
Áramótaskaupið FM95BLÖ Tengdar fréttir Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00