Lífið

Áætlað að Big Little Lies snúi aftur í júní

Sylvía Hall skrifar
Þættirnir unnu fjögur Golden Globes verðlaun árið 2018.
Þættirnir unnu fjögur Golden Globes verðlaun árið 2018. Vísir/Getty

HBO þættirnir Big Little Lies slógu rækilega í gegn árið 2017 og unnu meðal annars til fjögurra Golden Globes verðlauna árið 2018. Þættirnir skarta leikkonum á borð við Nicole Kidman, Reese Witherspoon og Shailene Woodley í aðalhlutverkum og voru sýndir á Stöð 2.

Þættirnir nutu mikilla vinsælda strax frá upphafi og hafa aðdáendur beðið með eftirvæntingu eftir nýjustu þáttaröð. Stórleikkonan Meryl Streep mun fara með hlutverk í næstu þáttaröð og munu allar hinar snúa aftur í hlutverkum sínum.

Nicole Kidman, sem fer með hlutverk Celeste í þáttunum, sagðist telja að þættirnir myndu snúa aftur í júní. Enn væri verið að klippa þættina til en aðdáendur mega búast við því að sjá þær stöllur á ný í byrjun sumars.

Hér að neðan má sjá skot úr nýjustu seríu sem ein aðalleikkona þáttanna, Zoë Kravitz, birti á Instagram í dag.


 
 
 
View this post on Instagram
Is this what he meant when he asked for my number ? Or ..... #BLL2
A post shared by Zoë Kravitz (@zoeisabellakravitz) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.